Geir og Ingibjörg að hugga peyjana.

Það er dálítið fyndið að stórlaxarnir úr fjármálalífinu skuli hafa verið að funda með Geir og Ingibjörgu, vegna þess hvað allir og þá sérstaklega einhverjir útlendingar eru vondir við þá.  Þetta eru eins og óknyttastrákar, sem hafa verið teknir á beinið út af einhverjum skammastrikum. Þá er hægt að fara og væla utan í pabba og mömmu. Hvað oft hefur heyrst í gegnum tíðina eitthvað þessu líkt frá þessum hópi manna: Við viljum bara fá frið fyrir stjórnmálamönnum.  Afskipti  þeirra af atvinnurekstri skapa einungis vandamál, o.fl. í þessum dúr.  Hefði þetta ekki einhverntíma kallast pilsfaldakapítalismi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála!

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 18:00

2 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Satt er það.

En þetta á eftir að versna. Í dag byrjaði sá fyrsti að væla um peninga Lífeyrissjóðanna okkar. Nú er ballið að byrja.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 20.2.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband