2.3.2008 | 13:37
Vegurinn liggur ekki yfir Reynisfjall!
Þjóðvegur eitt sem liggur norður og vestur af Vík fer ekki yfir Reynisfjall. Fyrsti kafli vegarins er í sneiðingi neðst, austan í fjallinu en kemur svo ekki að því sjálfu aftur. Skarðið sem hann liggur eftir er á milli Reynisfjalls að vestan og Höttu að austan. Þetta fjallaskarð heitir einu nafni Víkin og er líka stundum ranglega nefnt Víkurskarð. Víkin skiptist svo í mörg mismunandi örnefni.
Enn ófært um Reynisfjall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skrítið, að þeir sem þó kunna að skrifa þarna á mbl.is skuli ekki vera vel að sér í landafræði.
Vantar kannski Skaftfellinga á mbl.is? Eða er Vegagerðin að dreifa röngum upplýsingum?
Snorri Bergz, 2.3.2008 kl. 14:11
Þið verðið nú bara að fyrirgefa. En ég get nú hvergi lesið í greininni að vegurinn liggi yfir Reynisfjall heldur um Reynisfjall...
Benedikt Kjerúlf (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.