3.5.2008 | 13:53
Fiskurinn í þjóðareigu?
Ef framsóknarmenn ætla að koma fiskveiðiheimildunum (kvótanum) aftur í eigu þjóðarinnar, verður ríkið að kaupa þær aftur af núverandi eigendum. Annað væri eignaupptaka af verstu gerð.
Þarf að breyta stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var fiskurinn sem var GEFINN á silfurfati til nokkra útvalinna, m.a. af kvótapabba framsóknarflokksins OG FLEIRUM SLÍKUM FÍRUM ekki þjóðareign'? SPYR SÁ SEM EKKI VEIT?
Eyjólfur Ólafsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:02
Enginn er sviptur eign sinni án þess að fá fullt verð fyrir. Hins vegar getur íslenska þjóðin ekki keypt fiskinn því hún getur ekki átt neitt í eignarréttarlegum skilningi.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:34
Getur einhver skilgreint fyrir mér muninn á "Íslenskum" þorsk og "erlendum" þorsk? Hvernig ætlum við að fara að sjá hvaða fisk við eigum í sjónum og hvað við eigum ekki? Nei, spyr sá sem ekki veit.
eikifr (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:52
Já Eyjólfur. Auðvitað var kvótinn gefinn. En þegar er búið að gefa eitthvað og ég tala nú ekki um þegar sá sem gjöfina fær er búinn að selja hana öðrum, er ekki hægt að taka hana án þess að borga fyrir.
Þórir Kjartansson, 3.5.2008 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.