19.5.2008 | 22:59
Getur farið saman.
Mér finnst sjálfsagt að veiða hvali, svo framarlega sem hægt er að nýta afurðirnar. En það er náttúrlega óþolandi ef hvalveiðibátarnir eru að veiða þar sem verið er að sigla með ferðamenn. Það er nóg pláss á sjónum við Ísland fyrir hvort tveggja og nóg af hvölum. Það vantar bara smá skipulagningu. Annars held ég að Íslendingum væri nær að éta hvali en vera stöðugt að væla eftir einhverju innfluttu hormónaketi.
Alvarleg aðför að hvalaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála! Í fyrradag kom amerísk kona að tali við mig í vinnunni (ég vinn í ferðamannabransanum) og spurði hvar hún gæti fengið hvalkjöt að borða. Hún var í hvalaskoðun sama daginn, hafði séð hval og var yfir sig hrifin og langaði núna að smakka hann. Ég held að undrunarsvipurinn a mér hafi ekki leynt sér því hún brosti og sagði að sér þætti líka gaman að sjá lömbin hlaupa um á vorin og að lambakjöt á íslandi væri ljúffengt ;) Við röbbuðum góða stund um öll þessi mál. Mjög athyglisvert.
anna (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.