Lundinn og loðnan

Nokkur undanfarin ár hef ég bæði í ræðu og riti  bent á skaðsemi hinna óhóflegu loðnuveiða. Það liggur í augum uppi að þarna er verið að taka mikilvæga fæðu frá bæði fuglum og fiskum.  Þegar loðnan er ofveidd leita þau dýr sem á henni annars lifa á önnur mið og þá er einna nærtækast að éta upp sandsílið.  Í hádegisfréttum útvarpsins í gær var rætt við Jóhann Óla Hilmarsson fuglafræðing og ljósmyndara.  Hann benti einnig á þetta samhengi, hvað varðar afkomu lundans, sem  hefur ekki komið upp ungum, svo nokkru nemi s.l. sumur, allavega hérna við suðurströndina.  Vonandi fara menn sem þessu stjórna að opna augun og leggja við hlustir þegar virtur fræðimaður eins og Jóhann Óli  lætur málið til sín taka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband