30.9.2008 | 17:13
Ef það væri vinstri stjórn!!!!
Hugsið ykkur lesturinn sem kæmi frá sjálfstæðismönnum núna ef það hefði orðið til vinstri stjórn eftir síðustu kosningar. Líklega væri ekki spöruð stóru orðin um það hvernig færi ef Sjálfstæðisflokkurinn héldi ekki um stjórnartaumana í fjármálum þjóðarinnar. Strax algert hrun. Eins og ég hef oft sagt áður var það alltaf verst í gamla daga þegar uppvakningarnir snérust gegn þeim sem til stofnuðu.
Krónan veiktist um 5,3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tja þetta er ég búinn að segja í mörg ár, um að gera að láta vinstri spreyta sig eitt tímabil, ástandið versnar varla ég neita að trúa því.
Guðjón Þór Þórarinsson, 30.9.2008 kl. 17:18
Það er óvenju hljótt í VG, merkilegt. Það er helst að Framsóknarflokkurinn reyni eitthvað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2008 kl. 17:41
Þessi kreppa er upphaflega kominn frá seðlabanka Bandaríkjanna, en við keyptum hana grunlaus með ódýru lánsfé sem tífaldaðist hér heima fyrir tilstuðlan "Fractional Reserve Banking" lögum sem leyfa bönkunum að lána út peninga sem þeir eiga ekki innistæðu fyrir.
Seðlabanki hægrstjórnarinnar leyfði viðskiptabönkum í einkaeigu að margfalda peninga og græða.
En ekki gleyma að vinstristjórnir hér áðurfyrr beittu hinu hagstjórnartæki seðlabankans og prentuðu sjálf peninga úr engu sem orsakiði viðvarandi verðbólgu sem er falinn skattur.
Jón Þór Ólafsson, 30.9.2008 kl. 17:49
"lögum sem leyfa bönkunum að lána út peninga sem þeir eiga ekki innistæðu fyrir".
En þannig virka nú einmitt kaupin á eyrinni Jón, í bankakerfinu og hafa alltaf gert. Ég man ekki hvað hlutfall eigins fjár þarf að vera, en það er ótrúlega lítið, langt innan við 50% ef ég man rétt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2008 kl. 18:01
Ps. Fjármálakreppan í USA er af svipuðum toga annars staðar, t.d. í Bretlandi. Húsnæðislánafylleríið í hinum vestrænu löndum er þar stór þáttur. Líka hér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2008 kl. 18:03
Svona ganga nefnilega kaupinn á eyrinni og í kjölfar peninga prentunar úr engu blæs þetta upp bólur sem óhjákvæmilega springa með kreppu í kjölfarið. En kaupin voru áður önnur hérna er hljóðfæll sem útskýrir það.
Jón Þór Ólafsson, 30.9.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.