Þörf áminning

Vel orðað bréf sem vonandi kemur líka við kaunin á öllum þeim mörgu glæpamönnum sem aldrei hafa þurft að svara til saka fyrir það sem þeir hafa gert. Og ganga nú um eins og úlfar í sauðargæru  innan um aðra þegna  landsins, sakleysið uppmálað.
mbl.is „Ég vona að þér verði aldrei nauðgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fínt bréf og maður getur eðlilega tekið undir efni þess. Hins vegar má líka allt eins segja:

Ég vona að þú verðir aldrei saklaus sakaður um glæp. Ef það gerist þá vona ég að um þig muni gilda sama regla og um alla aðra þ.e.  að þú sért saklaus þangað til sekt þín er sönnuð. Ég vona einnig að þú fáir sanngjarna málsmeðferð fyrir hlutlausum dómstóli einsog kveðið er á um í stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum. Ég vona að aldrei fari það svo að dómstóll götunnar dæmi í þínum málum heldur muni lögin, sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar settu í nafni fólksins, gilda fullum fetum um þig sem og aðra þá sem bornir eru einhverjum sökum. Ég vona að ef þú ert saklaus af verknaðinum sem þú ert sakaður um að mannorð þitt skemmist ekki og að líf þitt raskist ekki.

Að lokum ætla ég bara að segja að í þessu felst enginn dómur af minni hálfu um hvort meiri eða minnihluti fólk er sekt eða saklaust. Það er dómstóla að dæma um.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband