Er þetta rétt að farið?

Svona eltingaleikur hefur kostað mannslíf og er mjög  umdeilanlegt hvort rétt sé að standa svona að málum.  Blásaklausir vegfarendur eru settir  í stórhættu auk ökufantsins og lögreglumannanna.  Þegar lögreglan er búin að sjá bílnúmerið hefur hún alla möguleika á að ná ökuníðingnum seinna og þá á ekki að sýna þessum mönnum neina vægð.

 


mbl.is Verður yfirheyrður seinna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þeir hefðu látið hann fara (og vissu ekki ef hann var fullur eða undir áhrifum lyfja) og hann hefði drepið einhvern hefði löggan verið ekki nógu öflug.

Þetta er það eina rétta í stöðunni, svo held ég að ef þeir geti ekki lagalega sannað að eigandinn hafi verið við stýrið þá er ekkert hægt að gera.

Svavar (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 08:42

2 identicon

Ég verð að vera ósammála þér. Þegar svona vitleysingjar eru á götunum verður hreinlega að stöðva þá og taka þá úr umferð sem fyrst. Maðurinn sennilega undir áhrifum einhverja vímuefna og því stórhættulegur hvort sem hann er eltur eður ei. Hver veit svo hvort maðurinn er á stolnum bíl eða án sýnum eigin. Allavegana er þetta mín skoðun.

Grétar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 08:43

3 identicon

Ég er sammála Grétari Erni, Lögreglan væri líka í ljótum málum ef sá sem leiki lausum hala veldur manntjóni. 

gisli örn arnarson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 09:05

4 identicon

Það á að elta þessa menn, ekki spurning. Það er ekki nóg að ná bílnúmerinu því að það þarf að vera hægt að sanna fyrir dómi hver ók bílnum. Svo er það ekki gott fordæmi að láta þá sleppa sem vilja stinga af.

Steini (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 09:31

5 identicon

Það má líka benda á að stundum hættir lögreglan eftirför þannig að þetta er ekki einhlitt. Lögreglumenn eru líka í mikilli hættu á 180 km hraða, enda þola bílarnir þeirra ekki vel slíkan hraða, ekki frekar en aðrir bílar (fyrir utan rallbíla og aðra sérhæfða). Í lögreglubíl myndi ég ekki vilja velta á 150 km hraða.

Í þetta sinn hefur verið metið svo að það væri hægt að klára málið.

Að sjálfsögðu skapast hætta af lögreglubílum á ofsahraða. En ökuníðingurinn hafði þegar skapað hættu og mat lögreglunnar hefur verið að unnt væri að stytta hættutíma hans með aðeins aukinni hættu í takmarkaðan tíma - frekar en að láta hann fara í óvissu um hversu lengi hann myndi viðhalda hættuástandi. Var hann ekki á leið inn í íbúðahverfi?

Held að lögreglan hafi aðhafst rétt.

steini (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 11:18

6 identicon

þetta er strápjakkur sem var þarna á ferð á örvandi lyfjum að talið er. Gæti hugsanlega verið nýkominn úr bíói, t.d á FAST AND FURIOUS. Látið ykkur ekki bregða að sjá myndskeið á YOUTUBE , tekið innan úr bílnum hans. Strákar á öllum aldri sjá svona eltingaleiki í hillingum.  því miður og það er sorglegt

gisli örn arnarson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband