Er mönnum virkilega alvara

Þessi gjaldtökumál virðast óðum stefna í algert rugl og vitleysu.  Helst var að skilja á ráðherranum, Ragnheiði Elínu í Kastljósinu í gær að stefnt væri að því að selja bæði útlendingum og íslendingum náttúrupassa. En hann myndi bara veita rétt til að koma á ákveðin svæði.  Síðan eru þeir sem eru með allra vitlausustu hugmyndirnar í þessum efnum, þ.e. að rukka inn á hvern stað fyrir sig, á fullu að reyna að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Það verður ekki til að auka hróður Íslands, sem ferðamannalands að þurfa að kaupa náttúrupassa við komuna til landsins en rekast eftir sem áður á rukkunarskúra út um allt við helstu staði sem draga útlendingana hingað.  Ætla Íslendingar að láta þetta yfir sig ganga?
mbl.is Kannað með gjaldtöku í Rangárþingi eystra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þórir Kjartansson er mikill náttúru- og söguunnandi og það ber að taka orð hans alvarlega.  Það sem enn hefur sést frá ríkisstjórninni varðandi gjaldtöku til verndar náttúrunni er endalaus skrípaleikur eins og flest annað sem frá henni kemur.  Það er nóg af lágkúrulegu tjasli um allt Ísland þó svo það sé ekki toppað með eftirlitskofum út og suður.  Hingað til hafa ´túristar´þurft að skíta bak við steina - ókeypis, t.d. við Goðafoss.  Ef fólk kaupir náttúrupassa er þá leyfilegt að ganga örna sinna á víðavangi?

Sesselja Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 23:38

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Væri kannski í lagi að þeir sem rukka- skaffi klósett ? Er altaf í vandræðum með að fá að pissa - enda geri það ekki standandi ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 24.3.2014 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband