Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ekki allt sem sýnist.

Ekki finnst mér víst að veiðitölur gefi endilega rétta mynd af stofnstærðinni. Þar held ég að ástundun manna við veiðarnar vegi þyngra.  Það hefur alltaf verið svo langt sem elstu menn muna meira af lunda í Eyjum en svo að það ætti að koma fram í veiðitölum, fyrr en þá núna á síðasta áratug.  Ekki rímar þetta heldur við  stærð lundastofnsins í Víkurhömrum, Reynisfjalli og Dyrhólaey þar sem fjöldinn var  gríðarlegur, einmitt í lok hlýindaáranna 1930-60
mbl.is Lundinn fylgir AMO-sveiflunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, já.

Mikil vinna framundan hjá hundasálfræðingunum.   Miðað við þróunina ætti að vera mikil tækifæri falin í þeirri atvinnugrein á næstunni.   W00t  
mbl.is „Hræðileg lífsreynsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi skrípaleikur

Meginþorri atvinnurekenda og allir launþegar fylgjast agndofa með þessum pólitíska loddaraleik SA og LÍÚ án þess að fá rönd við reist.  Það er gersamlega óþolandi að láta örfáum mönnum haldast það uppi að hleypa hér öllu í bál og brand á vinnumarkaðinum.  Það er ekki það sem þjóðfélagið þarf á að halda í dag. Þetta lið kann greinilega ekki að skammast sín.
mbl.is Undirbúa verkfallsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur hráskinnaleikur.

Stóru strákarnir sem ráða ferðinni í SA  gera sig ósköp auðvirðilega með þessum augljósu tilraunum til að  koma höggi á ríkisstjórnina. Launþegum og stjórnendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja er haldið í óvissu og geta ekki annað en fylgst með leikritinu með óbragð í munni.
mbl.is Strandaði ekki á sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru við nafli alheimsins?

Ósköp væri það auðvitað notalegt ef við gætum sýnt auðvaldinu í tvo  heimana.  En er þessi hugsun ekki svolítið í sama dúr og þegar stór hluti íslensku þjóðarinnar trúði því  að við værum að sigra heiminn og  Ísland og útrásar,,snillingarnir"  væru búnir að finna upp hjólið.  ,, Miklir menn erum við Hrólfur minn"  var einu sinni sagt.
mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr, heyr.

Ef Alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa,  gætu nú tekið höndum saman og hrint þessu löngu tímabæra réttlætismáli í framkvæmd, myndu þeir vinna sér inn marga punkta hjá meginþorra landsmanna.
mbl.is Eitt lífeyriskerfi fyrir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókið samspil

Auðvitað er samspil náttúrunnar flókið. En það hefur heldur aldrei gerst í sögu mannkynsins fyrr en á síðustu áratugum að maðurinn hafi farið offari í því að veiða ætið frá þessum sjófuglum sem lifa við norður Atlandshafið.  Vísindamönnum hættir stundum til að sjást yfir einfalda hluti.
mbl.is Óþekkt ástand í sögu mannkyns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonin sem dó.

Í lok kvöldfréttatíma sjónvarps allra landsmann hrökk ég við þegar Páll Magnússon gaf veðurfréttamanninum orðið.  Löngu kulnaður vonarneisti kviknaði aftur: Gat verið að loksins yrði meirihluti landsmanna virtur og veðurfréttir sagðar á undan boltafréttunum.  En sú vonarglæta slokknaði óðara, veðurfréttamaður fékk að segja örfá orð um helstu horfur og svo var boltinn að sjálfsögðu gefin yfir á íþróttaálfinn sem enn og aftur fór að  telja upp hvernig körfuboltaliðið frá Kálfshamarsvík hafði valtað yfir strákana frá Krummavík.  Síðan kom auðvitað þatta staðlaða viðtal við þjálfarana sem flaumósa lýstu því hvað liðið þeirra hafði sýnt frábæran karakter í þessum leik. Kannski  finnst meirihluta þjóðarinnar lífsnauðsynlegt að fá vænan skammt af íslenskum boltafréttum hengdan við hvern einasta fréttatíma í öllum ljósvakamiðlum.  En ég á bágt með að trúa að stór hluti þjóðarinnar hafi áhuga á að vita hvað einhverjir negrastrákar í henni Ameríku hirða mörg fráköst og gefa margar stoðsendingar í hinum eða þessum leiknum.  En í  þessu fræðsluhlutverki stendur ríkisfjölmiðillinn sig afburða vel.


Gott innlegg í umræðuna

Þarna sýnist mér að hafi farið fram upplýsandi og málefnaleg umræða að siðaðra mann hætti.   Ekki sá upphrópunarstíll sem helst sést stundaður um þessi mál  hér á Moggablogginu, sem og víða  annarsstaðar.
mbl.is Ekki auðvelt að komast að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já þarna fær hann að éta!!!!!!!!!!!

,, Ég held því fram að fiskurinn fái að borða hérna. Það er ekki allt veitt frá honum. Það er mín skoðun,“ sagði Vilhjálmur."

Þessa orð skipstjórans vekja vonandi til umhugsunar þá sem ekki hafa viljað viðurkenna að loðnuveiðar hafi minnstu áhrif á bolfiskveiðar á Íslandsmiðum.   Og síðan bætir hann við:

,, Vilhjálmur sagði að þarna hefði ekki verið veidd loðna í fimm ár. „Það er alveg sama hvað er mikið af skipum hérna og út um allt. Það virðist alltaf vera meira frá ári til árs. Ég hef aldrei á ævinni lent í annarri eins veiði og núna."

Hér við land halda menn aftur á móti endalaust  áfram sínum vonlausu tilraunum við að byggja upp þorskstofninn  án  þess að leiða hugann að því að hann þurfi eitthvað að éta.   Það ætti strax að stórauka þorskveiðar og banna loðnuveiðar í nokkur ár og árangurinn kæmi fljótt í ljós.  Í bónus fengu menn svo það að lundi og annar sjófugl myndi  hætta að drepast úr hungri.


mbl.is „Ævintýralega mikill fiskur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband