Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

UPPKOSNING!!!!!!!!!

Ótrúlegt hvernig allskonar orðskrípi verða til og fjölmiðlafólk  étur síðan upp hvort eftir öðru.   Það er eins og fólk sem er þó búið að vera í skóla meira og minna frá sex ára aldri til þrítugs eða fertugs kunni hvorki að tala eða skrifa íslensku.
mbl.is Uppkosning talin eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnar veit hvað hann syngur.

Ég held að fólk ætti að hlusta vel og taka alvarlega það sem Ragnar H. Hall segir.  Þar fer maður sem veit hvað hann syngur. 
mbl.is Hlynntur núverandi samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhleypingar og ótíð

Það lítur út fyrir að ótíðin og vondar gæftir ætli að bjarga nokkur þúsund tonnum af loðnu. Það mun svo að öllum líkindum verða til þess að færri  lundar og sjófuglar  verða hungurmorða næstu misserin.


mbl.is Leita loðnu undan Herdísarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halda áfram að pissa í skóinn sinn

Það myndi skila þjóðfélaginu miklu fleiri milljörðum að hætta veiðum á loðnunni og taka arðinn í auknum þorskveiðum og í öðrum bolfiski. Í bónus  kæmi svo það að sjófuglar hættu að svelta í hel.
mbl.is Loðnuveiðar gætu skilað 15 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart.

Skrifari hefur haft vinnustað sinn í og við kríuvarpið í Vík s.l. 33 ár og hefur fylgst með hvernig ætisskorturinn hefur verið að ágerast mörg síðustu ár en þessi óheillaþróun á sér miklu lengri aðdragand en margir halda.  Það eru alveg 10-15 ár síðan ég fór að taka efir erfiðari fæðuöflun hjá lunda og kríu.  Auðvitað eiga menn að sjá sóma sinn í því að hætta veiðum og eggjaráni á þessum fuglum sem eiga svona erfitt uppdráttar.   Hér í Vík hefur ránsskapur tófu og máfa verið margfalt á við það sem  er af mannavöldum. Kríuvarpið hér hefur aldrei liðið fyrir eggjarán manna.  En það er alls ekki rót vandans.  Sandsílaskorturinn er það sem þarf að beina sjónum að og spyrja hvers vegna svona er komið fyrir þessum fiskistofni.  Mesti orsakavaldurinn í því er að mínu áliti hinar gengdarlausu veiðar á uppsjávarfiski sem hér hafa verið stundaðar undanfarna áratugi.  Loðnan hefur í gegn um aldirnar verið mikilvægasta fæða þorskins og fleiri fiskistofna og þegar hún er frá þeim tekin leita þeir á önnur mið og þar er sandsílið auðvitað ofarlega á matseðlinum.  Þetta hafa fáir fengist til að ræða og  virðist vera mikið feimnismál allra sem að sjávarútvegi koma.  Freydís ætti næst að snúa sér að því að kanna hvers vegna sandsílið er nánast horfið úr hafinu. 

 


mbl.is 90% af kríuungum hungurmorða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurlaun og árangur í starfi.

Heyrði í gær bút úr viðtali í síðdegisútvarpinu á rás 2. Þar voru dagskrárgerðarmennirnir að tala við karl og konu og þann stutta tíma sem ég hafði tök á að hlusta var konan að verja ofurlaun þeirra sem sitja í skilanefndum bankanna. Ekki var  hægt að leggja aðra merkingu í orð hennar en að algert samasem merki væri á milli launa þessa fólks og hvaða verðmæti það næði að gera úr eignum bankanna. Þessi kenning varð til á græðgisvæðingar árunum eins og margt fleira gott en var síðan rækilega afsönnuð í hruninu, þar sem hæst launuðustu menn íslandssögunnar gerðu þjóðina nánast gjaldþrota vegna afglapa í starfi.  Þessi furðulegi hugsanagangur sem konana var þarna enn að tala fyrir er í rauninni móðgun við allt venjulegt launafólk á landinu.  Samkvæmt kenningunni er ekkert til lengur sem heitir starfsánægja, metnaður og samviskusemi nema launin séu milljón á mánuði eða meira.  Samkvæmt könnunum er framleiðni íslendinga mun slakari en þeirra þjóða sem við berum okkur helst saman við.  Á hinn bóginn heyrir maður alltaf að íslendingar séu eftirsóttir í vinnu í öðrum löndum fyrir dugnað.  Þó ég viti ekki hvernig þessar mælingar á framleiðni þjóða fara fram, þykist ég vita að þar sé allt sett í einn pott og framleiðnin metin út frá því.  Hvað segir það okkur?  Líklega það að yfirbyggingin í okkar þjóðfélagi sé orðin allt of mikil.  Semsagt: Allt of margir á allt of háum launum sem skila allt of litlu til þjóðarbúsins.

Heyr fyrir því

Eitt það gáfulegasta sem heyrst hefur frá Alþingi í langan tíma.  Dæmi um sjálfsagt mál, sem hefur dregist all of lengi að kippa í lag.  Allt tal um að þetta sé eitthvað slæmt fyrir millilandaviðskipti er bara vitleysa.
mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðmætasta fólkið?????

Hver er fær um að dæma hverjir eru verðmætari en aðrir fyrir þjóðfélagið?  Þetta ,,verðmæta" fólk ætlar þá líklega að eftirláta þeim sem eru ekki eins verðmætir að reisa þjóðfélagið úr rústum. Þegar það er búið kemur það sjálfsagt heim og krefst þess að fá laun í samræmi við sínar háskólagráður.  Því hefur heldur aldrei verið svarað hvort að verðmætasköpunin í mörgum hálaunastörfum stendur í raun undir þeim launum sem þar eru greitt. Það skyldi þó aldrei vera að láglaunafólkið í framleiðslugreinunum sé að niðurgreiða þau.  Skemmst er að minnast bankasnillinganna sem voru á hæstu launum íslandssögunnar en settu samt þjóðina á hausinn.  Þeir eru nú flestir flúnir land og ekki heyrist mér að margir sjái eftir þeim.
mbl.is Verðmætasta fólkið að fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla menn aldrei að læra af reynslunni.

Það hvarflar greinilega ekki að þessum vísu mönnum að þarna sé ofveiði um að kenna.  Síldinni, loðnunni og kolmunnanum hefur mönnum næstum tekist að útrýma með gengdarlausum veiðum og græðgi. Öflugri skip, flottroll og sívaxandi tækni gerir mönnum kleyft að elta upp nánast hvern einasta fisk.  Svo skilja menn ekkert í því að nýliðunin sé eitthvað slök. 
mbl.is „Nánast engar veiðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notum tækifærið

Nú ætti að gjörbreyta þessu vitlausa sjóðasöfnunarkerfi okkar og taka upp gegnumstreymiskerfi.  Þ.e. það sem er tekið af launum manna sem eru í vinnu núna renni beint til þeirra sem eru farnir að taka lifeyri. Þetta gæti farið í gegn um sérstaka deild hjá Tryggingastofnun og þar með yrði komið á eitt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn í staðinn fyrir þá mismunun sem átt hefur sér stað með núverandi kerfi.   Nota það sem eftir stendur af gömlu sjóðunum til að greiða upp hrunskuldirnar. Það er marg búið að sanna sig að þetta söfnunarkerfi er meingallað og hefur í för með sér allskonar sukk og hrossakaup. Þetta kerfi er stutt bæði af atvinnu og verkalýðsrekendum vegna þess að við þessa kjötkatla sitja menn frá báðum aðilum og kaupa sér völd og áhrif í skjóli milljarðanna sem þarna er um að tefla.  Svona kerfi er líka margfalt ódýrara en alli þessir sjóðir sem hafa sína eigin stjórn og forstjóra á 2007 launum.  Það eru óteljandi dæmi um fólk sem er komið á aldur og fer að athuga með sinn lífeyri og kemst að því að þeirra réttindi mælast bara í einhverjum fimmþúsundköllum.  Samt getur verið að þetta fólk hafi  lagt alveg jafn mikið til þjóðarbúsins á sinni starfsæfi  og þeir sem eru svo heppnir að hafa lent í starfsgrein sem á ,,góðan lífeyrissjóð"
mbl.is Niðurfærsla talin bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband