Heyr fyrir því

Eitt það gáfulegasta sem heyrst hefur frá Alþingi í langan tíma.  Dæmi um sjálfsagt mál, sem hefur dregist all of lengi að kippa í lag.  Allt tal um að þetta sé eitthvað slæmt fyrir millilandaviðskipti er bara vitleysa.
mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvert á móti, afar heimskulegt. Ég held að mikill meirihluti fólks vilji hafa þetta áfram eins og það er. og njóta dagsbirtunnar frekar síðdegis heldur en á morgnana.

Ari (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:54

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

væri nær að flýta klukkunni yfir sumarmánuðina og njóta þá dagsbirtunnar lengur

Jón Snæbjörnsson, 14.12.2010 kl. 14:03

3 identicon

Hefur fólki sem finnst þetta skipta máli ekkert íhugað að mæta bara á öðrum tíma í vinnuna? Mun auðveldara og kostar ekki gasilljónir.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:14

4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Jón Grétar þar sem að þú ert nú búinn að nefna þessa vitleys "að mæta bara á öðrum tíma í vinnunna"

ég vinn á 3 manna vinnustað vinnutíminn er almennt frá 08:00  - 17:00

þetta er fiskmarkaður og þarf að vera búið að vigta allan fisk inn fyrir klukkan 12:00 og skrá hann inní markaðskerfi allra fiskmarkaða.

 hvernig á ég að fara að því að "mæta bara á öðrum tíma í vinnuna" ?

Árni Sigurður Pétursson, 14.12.2010 kl. 15:42

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

http://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B3lfarsvindar

Þannig að þú (Þórir) vilt fá hafgoluna inn klukutíma fyrr? hún eyileggur nánast daginn eins og hún er

Brynjar Þór Guðmundsson, 14.12.2010 kl. 17:05

6 identicon

Og hvað með fólkið sem vill hafa ljós þegar það kemur úr vinnunni Árni? Það virðist vera jafn margt, jafnvel fleira, en þið.

En þetta er bara vitleysa út í allt. Klukkan er bara standardæsuð mælieining og hún er bara þessi fasti. Það er mun erfiðara að breyta henni heldur en að stilla nokkur armbandsúr eins og sumir virðast halda.

Þú verður að afsaka ef þetta hljómar fyrir mér dálítið eins og: "Það er of langur akstur milli Reykjavíkur og Akureyrar þannig að við verðum að endurskilgreina kílómeterinn."

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:12

7 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Jón Grétar ég nefndi aldrei neitt um þetta.

og ég svona þér að segja er á móti þessum breytingum, en gerðu mér greiða og ekki ákveða eitthvað fyrir mína hönd

en þú mátt alveg endilega svara mér hvernig ég ætti að fara að því að byrja fyrr í vinnunni.

já eða bara fólk almennt þar sem að vinnutími er staðlaður t.d. 8 - 4, 7 - 3 eða eitthvað álíka.

Árni Sigurður Pétursson, 14.12.2010 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband