Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þörf áminning

Vel orðað bréf sem vonandi kemur líka við kaunin á öllum þeim mörgu glæpamönnum sem aldrei hafa þurft að svara til saka fyrir það sem þeir hafa gert. Og ganga nú um eins og úlfar í sauðargæru  innan um aðra þegna  landsins, sakleysið uppmálað.
mbl.is „Ég vona að þér verði aldrei nauðgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðaustur?

Það er ekki ofsögum af því  sagt að þessir dragnótabátar séu að veiða uppi í harða landi . En hafi hann tekið niðri norðaustur af Skarðsfjöruvita  hefur hann nú nánast verið  í kálgörðunum hjá Meðallendingum.
mbl.is Til hafnar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað annað

Fé er jafnan fóstra líkt.
mbl.is Hættulegur forsetahvutti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Og þá er komið að íþróttum"

Á þessum orðum endar hver einasti fréttatími í öllum ljósvakamiðlum og á eftir fylgir sífellt lengri umfjöllun um ,,boltann" hvaðanæfa að úr heiminum.  Mikið er það nú dýrmætt að upplýsa þjóðina nú á þessum síðustu og verstu tímum um allt  sem ,,boltanum" viðvíkur.   Það er auðvitað alveg bráðnauðsynlegt að lemja það inn í hausinn  á öllum þjóðfélagsþegnum  ef  íslensku strákunum, sem eru að leika í einhverjum þriðju deildar liðum vítt um heiminn tekst að skora mark.  Eða þá hvað einhverjir negrastrákar í henni Ameríku tekst að hirða mörg fráköst í þessum og hinum körfuboltaleiknum.  Versta óréttlætið finnst mér að heyra aldrei minnst á hvernig hinu ágæta fótboltaliði í Kulusuk hefur gengið á leiktíðinni. Vona að úr því verði bætt sem fyrst.   Já og svo elskaði Landsbankinn fótbolta. Samt fór sem fór.  Skrítið.


Beggja megin borðsins.

Það er skammt stórra högga milli. Fyrir örfáum árum vorum við íslendingar settir á lista hinna viljugu þjóða til að berjast gegn hryðjuverkum. Nú erum við komin á þennan svarta lista sjálf. W00t
mbl.is Til varnar Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný hugsun, nýjar leiðir

Svona hljóðaði ein bankaauglýsingin fyrir nokkrum árum. Þá með öfugum formerkjum við það sem hér er sagt.  En nú ætti svo sannarlega að huga að nýrri hugsun og nýjum leiðum þar sem græðgin  yrði ekki í fyrirrúmi.
mbl.is Tímar ofurlaunanna liðnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef það væri vinstri stjórn!!!!

Hugsið ykkur lesturinn sem kæmi frá sjálfstæðismönnum núna ef það hefði orðið til vinstri stjórn eftir síðustu kosningar.  Líklega væri ekki spöruð stóru orðin um það hvernig færi ef Sjálfstæðisflokkurinn héldi ekki um stjórnartaumana í fjármálum þjóðarinnar. Strax algert hrun. Eins og ég hef oft sagt áður var það alltaf verst í gamla daga þegar  uppvakningarnir snérust gegn þeim sem til stofnuðu.


mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lundinn og loðnan

Nokkur undanfarin ár hef ég bæði í ræðu og riti  bent á skaðsemi hinna óhóflegu loðnuveiða. Það liggur í augum uppi að þarna er verið að taka mikilvæga fæðu frá bæði fuglum og fiskum.  Þegar loðnan er ofveidd leita þau dýr sem á henni annars lifa á önnur mið og þá er einna nærtækast að éta upp sandsílið.  Í hádegisfréttum útvarpsins í gær var rætt við Jóhann Óla Hilmarsson fuglafræðing og ljósmyndara.  Hann benti einnig á þetta samhengi, hvað varðar afkomu lundans, sem  hefur ekki komið upp ungum, svo nokkru nemi s.l. sumur, allavega hérna við suðurströndina.  Vonandi fara menn sem þessu stjórna að opna augun og leggja við hlustir þegar virtur fræðimaður eins og Jóhann Óli  lætur málið til sín taka.

Ánægjuleg frétt

Vil óska þessum heiðursmönnum báðum til hamingju með þessi málalok.
mbl.is Eggert: Ánægður og þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki undarlegt.

Það eru að koma betur og betur í ljós, afleiðingarnar af hinum óhóflegu loðnuveiðum undanfarinna áratuga.  Það kemur einhverstaðar við að kippa út úr lífríkinu milljónum tonna af þessari mikilvægu fæðu fugla og fiska.  En í Vestmannaeyjum, eins og  fleiri útgerðarbæjum, er þetta feimnismál og reynt að finna aðrar og langsóttari skýringar.


mbl.is Veiðin aðeins brot af því sem verið hefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband