Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.4.2007 | 09:54
Í ,,gærnótt" ?
![]() |
Skemmdir unnar á bifreið lögreglumanns á Blönduósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2007 | 09:26
Kosið um álver.
25.3.2007 | 08:28
Glæsileg mynd
![]() |
Skýjahöll yfir Vík í Mýrdal valin mynd ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2007 | 17:19
Hádegisviðtalið á Stöð2
23.3.2007 | 17:11
Til að hressa upp á minnið hjá sjálfstæðismönnum
14.3.2007 | 08:49
Indversk vinnuvernd
10.3.2007 | 21:14
Auglýsinganauðganir
5.3.2007 | 15:51
Gott innlegg í þjóðlendumál.
Bjarni Harðarson, annar maður á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi á mikinn heiður skilið fyrir að hafa tekið þjóðlendumálin upp með mjög afgerandi hætti á flokksþingi framsóknarmanna um helgina. Að hans frumkvæði var samþykkt tillaga um að taka strax til endurskoðunar alla aðferðafræði á ofbeldi því sem landeigendur hafa verið beittir til þessa. Sigmar B. Hauksson, fulltrúi skotveiðimanna reyndi að koma í veg fyrir samþykkt hennar en hafði ekki erindi sem erfiði. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi fjölda atkvæða, jafnt hvort fólk var úr dreifbýli eða þéttbýli. Hinir stjórnmálaflokkarnir og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn ættu að athuga sinn gang varðandi meðferð þessara mála. Það eru langtum fleiri en bara þessir fáu bændur sem að er sótt, sem sætta sig ekki við þessi vinnubrögð og þá vanvirðingu á eignarrétti fólks sem þarna er sýnd í verki.
28.2.2007 | 20:37
Oft má satt kyrrt liggja.
21.2.2007 | 21:05
Já er varaformaðurinn hissa á því að hafa ekki meira fylgi á landsbyggðinni. Hér er smá upptalning á því sem hefur komið mjög illa við landsbyggðina á stjórnartíma Framsóknar og Íhalds.
Þjóðlendumál: Fólk kýs varla flokk sem leggur sig allan fram um að stela af því þinglýstum eignarlöndum.
Kvótakerfið, eins og það er framkvæmt. Hefur gert hundruð fjölskyldna á landsbyggðinni eignalausar.
Skattaokrið á lægstu laun. Kemur verst við landsbyggðarfólk, þar sem laun eru víðast hvar lægri en á suðvesturhorninu.
Einkavæðing ríkisfyrirtækja. Hefur eingöngu leitt af sér færri störf úti á landi, stórhækkaðar gjaldskrár og verri þjónustu. Það virðast allir vita nema Sjálfstæðismenn að einkavædd einokun er versta rekstrarform sem hægt er að hugsa sér.
Svívirðilegar álögur á alla flutninga sem hafa leitt af sér margföldun á öllum flutningskostnaði. Bitnar að langmestu leyti aðeins á landsbyggðarfólki.
Stóriðjustefnan og algjört skeytingarleysi í umhverfismálum, nema núna þegar kosningar eru á næsta leiti.
Gæti haldið áfram en þetta eru verstu dæmin.