Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Já takk fyrir

Kvótaflokkarnir hljóta að vera ánægðir með þessa ,,hagræðingu"
mbl.is „Minn tími í sjávarútvegi er liðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla tilviljun

Nýr kapítuli í hörmungarsögu kvótakerfis og frjáls framsals er að birtast. Byggðirnar veikjast ein af annari. Það er varla tilviljun að þetta skuli vera tilkynnt rétt eftir kosningar.  Einar Guðfinnsson hefði átt að hafa aðstöðu til að  laga eitthvað til  í þessum málum undanfarin ár.  En þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Var ekki Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig þremur þingmönnum?


mbl.is 65 manns og sjómönnum á 5 bátum sagt upp hjá Kambi á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, tímabili Dabba og Dóra er lokið

Sem betur fer. Aldrei hafa nokkrar ríkisstjórnir í Íslandssögunni komið ver fram við landsbyggðina eða veikt stöðu hennar meira.  Kvótakerfið, þjóðlendumálin, gríðarleg hækkun flutningskostnaðar, vitlaus gengisskráning,  verri þjónusta á öllum sviðum en jafnframt hærri verð, vaxtaokrið. Allt afleiðing rangra stjórnvaldsaðgerða. Við hljótum að fá eitthvað skárra í staðinn. 
mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær niðurstaða

Þessir dómar eru eftirtektarverðir,  fyrir það að um eignarhald þessara svæða var óbyggðanefnd og héraðsdómur ósammála. Óvissa um niðurstöðu var því mikil, þó okkur sem staðið höfum frammi fyrir öllu þessu ofbeldi ríkisins og þekkjum til á þessu svæði finndist augljóst hver niðurstaðan ætti að vera. Það hefði verið fáránlegt ef ríkið hefði farið að eigna sér þessa skika hérna sunnan undir Mýrdalsjöklinum, nánast niður undir sjó.  Til hamingju með sigurinn landeigendur.
mbl.is Hæstiréttur dæmir eignarland í 4 þjóðlendumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræðingar og barnaklám.

Sá í Fréttablaðinu í gær, haft eftir einhverri Önnu Kristínu sálfræðingi að hneigð til barnakláms væri áunnin. Þvílíka fásinnu hef ég ekki séð á prenti lengi. Það má þá alveg eins ætla að samkynhneigð sé áunnin þó allir viti og viðurkenni að þannig er það ekki. Ætli að þetta sé ekki atvinnuspursmál hjá sálfræðingunum eins og  margt sem allskonar fræðingar eru að halda fram.  Það er alveg klárt að þessum barnaperrum er ekki við bjargandi og bara tilgangslaus fjáraustur að láta einhverja sálfræðinga vera að messa yfir þeim. Það er alveg eins og að skvetta vatni á gæs og  mætti alveg spara okkur skattgreiðendum þá peninga.

Gleymda svæðið á Suðurlandi.

Var að enda við að horfa á kjördæmaþáttinn á sjónvarpi RUV úr Suðurkjördæmi. Eins og vænta mátti vissu þessar fallegu konur sem stjórnuðu þættinum  ekki að það er nærri fjögurhundruð og fímmtíu km. langt landsvæði frá Þjórsá að Höfn í Hornafirði og þar eru næstum því þrjár heilar sýslur. En þetta má kannski fyrirgefa borgarbörnum sem fara örugglega oftar til Kanarí en  austur yfir Hellisheiði. Hitt er meira undrunarefni að þingmannsefnin skyldu nánast ekki nefna tilvist fólks á öllu þessu svæði og þau vandamál sem blasa þar við. Sá ágæti maður Bjarni Harðarson var sá eini sem kom inná þetta og hafi hann heiður fyrir. Það er þó verst að hann vill ekki viðurkenna hvað hefur verið þessum svæðum þyngst í skauti undanfarin ár. Það er þenslustefna núverandi ríkisstjórnarflokka, sem er að drepa allt í dróma í dreifbýlinu með örfáum undantekningum. Því lýsti Atli Gíslason og Ásta Þorleifsdóttir réttilega. Það er hægri veislan ógurlega, sem staðið hefur  alltof lengi og verður að linna, svo timburmennirnir verði ekki hreinlega banvænir þegar að þeim kemur.  Stjórnendur þáttarins eiga þó hrós skilið fyrir að leggja fyrir þessa spurningu um þjóðlendumálin.  Þar komu fram nokkuð skýr og afdráttarlaus svör frá öllum nema auðvitað fjármálaráðherra sem þarf að verja þennan ósóma að ég held gegn betri vitund. Árni má eiga það að hann er líklega sá eini af þingmanna og að ég tali nú ekki um ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, sem ofbýður óréttlætið, sem þarna hefur viðgengist alltof lengi.

Eru hundar fjölskyldumeðlimir

Ósköp kann ég illa þeim nýja sið að telja heimilshundinn eins og  hvern annan fjölskyldumeðlim.  Þetta virðist vera orðin viðtekin venja ef einhver er að kynna sig og sína fjölskyldu að gæludýrin eru talin með  krökkunum og þá sérstaklega hundarnir.  Held allavega að ég sjálfur yrði ekki hrifinn ef ég fengi jólakort frá einhverjum  vini eða kunningja með kveðju frá fjölskyldunni og hundinum hans.    

Vantar á landakortið

Það fór eins og vænta mátti að í þeim umræðuþáttum sem fjölmiðlarnir hafa staðið fyrir hér í Suðurkjördæmi, hefur varla eitt einasta orð fallið um Skaftafellssýslurnar. Það er eins og það svæði sé  dottið út af hinu pólitíska landakorti. Sennilega vegna þess hvað þar eru fá atkvæði. Aðeins hefur þó verið minnst á Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjar. Rangárvallasýslan hefur aðeins komist á blað vegna þess að Unnur Brá Konráðsdóttir hefur haldið þeirra merki  á lofti eftir því sem hún hefur getað.. Annars má segja að í hugum margra sé ekkert líf austan Þjórsár. Við í austurhluta kjördæmisins erum óneitanlega að líða fyrir alla þensluna á Selfossi.  Í hana er alltaf vitnað ef þingmönnum hentar að benda á hagvöxt og velsæld í kjördæminu.  Í rauninni er Selfoss bara hluti af Reykjavíkursvæðinu. Var í gærkvöldi  á ágætum fundi VG í Víkurskála.  Vonandi láta hinir ekki sitt eftir liggja.

Baráttukveðjur

Sendi baráttukveðjur norður yfir heiðar.  Látið þingmannsefnin ekki komast upp með loðin svör  í þessu máli, núna fyrir kosningarnar.
mbl.is Skagfirðingar mótmæla túlkun þjóðlendulaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarthvítt þjóðfélag?

Frægt er orðið þegar menn voru flokkaðir annaðhvort í Baugsliðið eða hitt liðið. Svipaðra tilhneiginga gætti þegar Halldór Ásgrímsson sagði þegar kvartað var undan þenslunni sem ríkti í þjóðfélaginu: "Vill fólk frekar hafa atvinnuleysi með þeim hörmungum sem því fylgja"  Semsagt enginn millivegur til. Sama svarthvíta umræðan virðist vera í uppáhaldi hjá mörgum stjórnmálamönnum nú fyrir kosningar.  Frjálslyndir stimplaðir ósamstarfshæfir rasistar af því að þeir nefna innflytjendamál.  Jón Sigurðsson formaður Framsóknar segir fullum fetum að þeir sem vilja staldra við í virkjunaráformum og álbræðslum vilji stoppa alla framþróun í iðnaði.  Sem betur fer held ég að kjósendur kaupi ekki svona málflutning.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband