Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kolefnisjöfnun.

Nýjasta æðið á Íslandi er kolefnisjöfnunaræðið.  Snjallir sölumenn sáu strax tækifæri í þessu, samanber auglýsingar frá sumum bílaumboðum.  Ekkert mál að kolefnisjafna heilu álverin.  Skógræktarmenn sjá framtíðina í hillingum, þar sem hver blettur skal þakinn skógi. Mér finnst samt nóg um. Bæði er nú þegar fullt af fólki sem er í atvinnubótavinnu við skógrækt og svo er ég ekki hrifinn af þeirri áráttu skógræktarmanna að planta trjám meðfram vegum landsins. Ef heldur fram sem horfir verður varla hægt að  sjá Heklu eða Skógafoss frá þjóðvegi númer eitt eftir nokkur ár.    Er ekki allt í lagi að hugsa fyrst og framkvæma svo?

Guð láti gott á vita

Það væri óskandi að það færi að rofa til í hausnum á fleiri ráðamönnum þjóðarinnar.
mbl.is Sturla: Kvótakerfið hefur mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannur umhverfisráðherra?

Já, ég geri mér vonir um að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði fyrsti umhverfisráðherran, sem er ekki bara í embætti til að kvitta uppá allar óskir Landsvirkjunar og annarra stóriðjusinna.
mbl.is Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskar og fuglar

Það ætti enginn að láta fram hjá sér fara viðtalið við Kristján Pétursson skipstjóra í MBL í dag. Þar talar maður sem veit af eigin reynslu allt um hvernig farið hefur verið með fiskistofnana hér við land á undangengnum áratugum. Sérstaklega vil ég benda á hvað hann segir um ofveiðina á síldinni og loðnunni.  Þarna kemur hann að kjarna málsins, sem bæði fiskifræðingar og útgerðarmenn hafa ekki þorað að horfast í augu við, eða þá að þeir eru svo heimskir að þeir skilja ekki svona einfalda hluti.  Það segir sig auðvitað sjálft að enginn dýrastofn getur vaxið og dafnað ef hann hefur of lítið að éta. Vegna þessa er líka allur sjófugl við Ísland að svelta í hel.

Lundinn og kvótinn

Hugsanleg sala á Vinnslustöðinni og brottflutningur á kvóta og atvinnutækifærum í framhaldinu er auðskiljanlega mikið áhyggjuefni fyrir Vestmannaeyinga. En þegar Raggi Bald frændi minn grínast með fæðuskort lundans er honum örugglega ekki hlátur í huga því það er ekki síður alvarlegt mál. Þetta á sér margra ára aðdraganda en eins og oft áður er ekkert hlustað á menn sem hafa séð þetta og varað við því um langa hríð, af því að þeir geta ekki skreytt sig með einhverri fræðingsnafnbót. Svo loksins þegar sandsílið er alveg horfið vakna fræðingarnir upp við vondan draum og fara að rannsaka málið. Svartfugl, lundi, fýll, kría og jafnvel skúmurinn koma ekki fram varpi ár eftir ár nema að litlu leyti. Ef maður talar við ,,fræðingana" eru svörin þau að líklega sé þetta hlýnun sjávar sem þarna skipti mestu en jafnframt dregið í efa að ,,leikmenn" séu hæfir til að fjalla um slíkt, enda sé skammtímaminni þeirra ekki gott á svona hluti og engar rannsóknir liggi að baki.  Ég ætla ekki að segja að þetta sé einfalt mál en hef þá endregnu skoðun að þarna sé rányrkju mannsins úr hafinu mest um að kenna. Meðalveiði á loðnu áratuginn milli 1980 - 90 var líklega yfir milljón tonn á ári. þar fóru margir munnbitar fugla og fiska og þó lundinn og krían séu ekki að veiða loðnu yfir sumarið er allur þessi lífmassi tekinn úr hafinu og ekkert kemur í staðinn og þá leita þeir fiskar og dýr sem á loðnunni hafa lifað bara á næsta bæ eftir æti. Þetta er viðkvæm umræða í útgerðarbæjum eins og Vestmannaeyjum en ég er ekki einn um þessa skoðun og hef talað við marga fyrrverandi sjómenn og skipstjóra sem er alveg á sama máli.
mbl.is Fæðuleit lundans meira áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Róbert.

Flott þetta. Veit að Róbert,  vinur okkar Skaftfellinga á eftir að muna eftir okkur hér á gleymda svæðinu í austurhluta Suðurkjördæmis.
mbl.is Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmulegt

Netið, kvikmyndir, vídeó, tölvuleikir. Allt kennsla í ofbeldi sem krakkarnir drekka í sig frá blautu barnsbeini og eru  nánast hætt að gera mun á réttu og röngu. 

Og svo eru lögregluyfirvöld alltaf að reyna að halda því fram að ekki sé vaxandi ofbeldi í þjóðfélaginu.


mbl.is Tveimur 12 ára stúlkum misþyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjórsárver

Þótti gott að heyra í nýja umhverfisráðherranum  í fréttatíma útvarpsins áðan. Þar lýsti hún því yfir að Norðlingaölduveita væri slegin af og Þjórsárverum endanlega borgið. Hef trú á því að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði fyrsti umhverfisráðherrann, sem stendur virkilega með umhverfinu og lætur ekki virkjunar og stóriðjusinna segja sér að kvitta undir hvað sem fyrir hana er lagt, líkt og fyrri umhverfisráðherrar hafa gert. Ekki mun af veita vegna þess að greinilega hefur Geir rekið hið fagra Ísland ofan í kokið á Ingibjörgu Sólrúnu, nánast eins og það lagði sig.

Andskotast áfram. Ekkert stopp.

Er þetta byrjunin á hinu Fagra Íslandi Samfylkingarinnar?  Hug íhaldsins þekkjum við af biturri reynslu.    Heiti hér með á bændur heima í héraði   að taka málin í sínar hendur og segja hingað og ekki lengra.  Það á greinilega að böðlast áfram eins og gert hefur verið, eyðileggja náttúruna og láta sér á sama standa um allar atvinnugreinar nema álbræðslu.


mbl.is Tilboði tekið í ráðgjafaþjónustu við undirbúning virkjana í Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþjónustan í kreppu.

Ef þessi spá gengur eftir er gefið mál að ferðaþjónustan verður af gríðarlega miklum tekjum, ekki síður en samkeppnis og útflutningsgreinar. Ekki er annað að heyra en stórir hópar í þjóðfélaginu taki því alltaf fagnandi ef krónan styrkist. Og ekki virðist nýskapaða ríkisstjórnin hafa af þessu hinar minnstu áhyggjur.  Frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu þó mikið um það fyrir kosningar að þessi þensluveisla væri ekki raunverulegt góðæri og þyrfti því að linna. Ætli að fólk fái afhenta eyrnatappa og svört sólgleraugu um leið og það  sest í ráðherrastólana?  Mætti halda það, allavega kom  sjávarútvegsráðherranum alveg á óvart sú staða sem upp er komin á Flateyri.
mbl.is Greining Glitnis spáir gengislækkun í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband