Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Betra seint en aldrei

Skelfing er það gleðilegt hvað augu margra framsóknarmanna eru að opnast fyrir staðreyndum sem   voru þeim alveg huldar fyrir kosningar.
mbl.is Það vantar gagnrýnið samfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr á endemi

Það er ekki nýtt að heyra  svona nokkuð  frá þessum alvitru spekingum í greiningardeildum bankanna.  Þetta svokallaða efnahagsundur er auðvitað allt blessuðum bönkunum að þakka. Þeir kynda undir allri eyðslunni, sem þetta ,,undur" byggist á.   Byggingabrjálæðið er slíkt að bráðum hefur Reykjavík þrjá miðborgarkjarna, ef allar áætlanir ganga eftir.   Ef og þegar að blaðran springur, verður það örugglega ekki  þessum eitursnjöllu íslendingum að kenna, heldur einhverjum vitlausum útlendingum, sem ekki kunna fótum sínum forráð í peningamálum.
mbl.is Er íslenska efnahagsundrinu ógnað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað myndi gerast hér.

Hætt er við að það yrði tómahljóð í ríkiskassanum hér ef það þyrfti að bjarga íslensku bönkunum út úr vitleysunni.  Ríkissjóður Bretlands þolir þetta væntanlega.
mbl.is Breskir bankar hækka verulega í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið og ,,Sérfræðingur í auðlindarétti"

Helgi Áss Grétarsson hefur undanfarið skrifað heilmikla langhunda í MBL um sjávarútvegsmál, þ.e. kvótakerfið.  Ekki er annað að sjá en hann telji það hið eina stóra réttlæti  sem ekkert getur komið í staðinn fyrir. Enda kostaður af L.Í.Ú svo enginn skyldi undrast þá niðurstöðu.  Ég vona að ég sé ekki að fara mannavillt, en reikna með því að þessi Helgi Áss sé skákmaðurinn snjalli, sem auðvitað telur ekkert mál að fórna taflmönnum sínum ef það þjónar endanlegri útkomu skákarinnar. En  með kvótakerfinu er ekki eingöngu verið að tefla með mikla hagsmuni, heldur ekki síður um lífsafkomu  fjölda fólks.  Fróðlegt væri nú ef auðlindasérfræðingurinn legði mat á,  hvað miklum auðlindum hefur verið fórnað og hvað miklum verðmætum hefur verið kastað á glæ með því að gera eignir og atvinnufyrirtæki fólks í  fjölmörgum sjávarþorpum að engu.    Það er nefninlega himinn og haf á milli þess að tefla skák eða að tefla með lífshamingju fólks.

Neyslubrjálæði íslendinga.

Það birtist ekki eingöngu í því að  skipta um stóra jeppann og hjólhýsið, helst árlega og vera alltaf með nýjustu útgáfuna af gsm símanum og skreppa til sólarlanda þrisvar á ári, heldur þarf að torga öllu því sem upp á er boðoð í menningu og ómenningu hérlendis og erlendis.  Auðvitað lætur enginn nútíma íslendingur sig  vanta ef  hægt er að fá ókeypis fiskmáltíð norður á Dalvík, humarhala á Hornafirði eða flugeldasýningu í Keflavík. Það  dettur auðvitað engum til hugar að sitja heima og missa af öllum þessum herlegheitum.  Nei, við skulum nú drepast úr einhverju öðru en leiðindum heima hjá okkur.

Einkavæðing í þágu hverra?

Fyrir okkur úti á landi hefur öll einkavæðingin aðeins þýtt tvennt:

a) Verri þjónusta.  b) Dýrari þjónusta. 


mbl.is VG vill láta kanna afleiðingar einkavæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmet í eyðslu.

Já, íslendingar hafa einir þjóða fundið upp nýjan og snilldarlega snjallan atvinnuveg.  Flytja inn peninga og  kaupa allt sem hönd á festir.  Semsagt lifa kónglífi á lántökum sóun og eyðslusemi.    Sérfræðingar og hagsmunaaðilar kjafta upp gengið, kjafta upp húsnæðisverðið, kjafta upp vexti og hlutabréfaverð. Ef einhver leyfir sér að efast er hann bara svartsýnn og leiðinlegur. En skyldi ekki einhvern tíma koma að skuldadögum?      


mbl.is Forleikur að þensluskeiði eða upphaf að samdrætti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taugaveiklun

Ætli að veiðiþjófnaður íslendinga sé nú ekki meira vandamál en þeirra útlendu. Íslendingarnir kunna þetta nefninlega en hinir ekki. Af því eru þeir staðnir að verki.  Gaman væri að vita hveð þessir meintu veiðiþjófar hafa veitt marga laxa í sumar.
mbl.is Umræðan um veiðiþjófnað öfgafull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar í óefni er komið

Þegar allt er komið í óefni  er loksins tekið undir með þeim sem séð hafa hvert stefndi og haft uppi varnaðarorð.  Sama hvort er á sjó eða landi.  Sérstaklega virðist ýmsum ,,fræðingum"  ganga illa að skilja að  dýr, fuglar og fiskar þurfi eitthvað að éta til að komast af.
mbl.is Breytingar á fuglalífi í Hornbjargi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loðnan og Hafró

Í viðtali við Jóhann Sigurjónsson, forstjóra Hafró í MBL í gær lætur hann í það skína að líklega gæti verið skynsamlegt að friða loðnuna. Óskaplega væri það nú ánægjulegt ef þessir menn sem mestu ráða um þessa hluti fara að skilja þá einföldu staðreynd að allt sem lifir þarf eitthvað að éta. Í öllum þeim fréttaflutningi og viðtölum við sprenglærða fræðinga, eftir að svarta skýrslan um þorskinn  kom fram hef ég ekki heyrt einn einasta minnast á þetta fyrr en nú.  Nú berast þær fréttir að Hrefnan sem er verið að veiða sé grindhoruð.  LÍÚ og fleiri kenna hvalnum um ætisleysið og víst er um það að sístækkandi hvalastofnar þurfa sitt. En fyrst og fremst held ég að menn þurfi að líta í eigin barm og viðurkenna mistökin sem gerð hafa verið og hætta algerlega loðnuveiðum.  Betra er seint en aldrei.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband