Taugaveiklun

Ætli að veiðiþjófnaður íslendinga sé nú ekki meira vandamál en þeirra útlendu. Íslendingarnir kunna þetta nefninlega en hinir ekki. Af því eru þeir staðnir að verki.  Gaman væri að vita hveð þessir meintu veiðiþjófar hafa veitt marga laxa í sumar.
mbl.is Umræðan um veiðiþjófnað öfgafull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Lárusson

Í Póllandi má renna fyrir fisk hvar sem er, án þess að borga.  Það er misskilningurinn.  Þeim finnst þetta ekkert mál.  En það er samt lögbrot hér á landi.  Það er ekkert flóknara en það ,að menn á Íslandi, þurfa að lúta íslenskum lögum, hverrar þjóðar sem þeir eru.  Þeir geta ekki borið fyrir sig fávísi, þegar þeir eru ítrekað staðnir að verki.  Finnst þér kannski í lagi að þeir keyri fullir, eins og þeir gera iðulega, og ég veit fyrir víst, (því eg umgengst þá daglega) ?  Þeim finnst þetta ekki vera neitt tiltökumál, því að ef ekkert gerist, þá sé allt í lagi, og þeir skilja ekki, ég meina alls ekki, hvaða veður er verið að gera út af þessu.  Þessu Alþjóðahúsi væri nær að upplýsa þessa menn, um alvöru málsins, frekar en að vera endalaust með þetta útlendinga píslarvottakjaftæði.

Njörður Lárusson, 20.7.2007 kl. 23:01

2 identicon

Ég hef alls ekkert á móti Pólverjum eða öðrum útlendingum, en sé samt ekkert athugavert við það, að greint sé frá þjóðerni veiðiþjófa, sérstaklega ef yfirgnæfandi meirihluti þeirra kemur frá Póllandi. Fólk sem hér sest að og vill falla inn í islenskt samfélag verður að sætta sig við að fara eftir þeim lögum, sem hér gilda og ég efast ekki um að flestir Pólverjar geri það. Það var nú færeyskur togari tekinn í íslenskri landhelgi fyrir skömmu. Áttu blaðamenn að segja: Togari nokkur var tekinn í landhelgi? Það er ólíðandi, ef ekki má skýra frá staðreyndum, eins og þær eru, af ótta viða að særa einhvern. Nú geta menn verið kærðir fyrir að syngja: Tíu litlir negrastrákar og eftir nokkur ár má örugglega ekki kalla þá blökkumenn heldur hvíta menn, þótt dökkir séu. Næsta skref verður að konum finnst sér mismunað, ef skýrt verður frá því, að kona hafi verið tekin fyrir innbrot. Þá verður örugglega skylt að segja: Menneskja var tekin fyrir innbrot. Ég meina - hvernig endar þessi tepruskapur?

Stefán (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband