Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vinstri og hægri öfgar.

Eftir að hafa stundað Moggabloggið í talsvert langan tíma og  þar með fengið, að ég held, dálítinn þverskurð af pólitískri hugsun þjóðarinnar er að renna upp fyrir mér nokkuð óvænt uppgötvun.   Í gamla daga, áður en að austurblokkin hrundi og þeir sem á það þjóðskipulag trúðu í blindni, misstu fótanna, var mest af því sem ég vil kalla öfgamenn í pólitík yst á vinstri kantinum.  Nú hefur þetta alveg snúist við.  Allavega hér á blogginu  finnst mér ég ekki  sjá neina  öfgamenn til vinstri á meðan töluvert margir bókstafstrúarmenn á hægri vængnum eru mjög áberandi.  Merkilegt nokk.

Fátt nýtt undir sólinni í fatahönnun

Ekki þykir mér ólíklegt að þessi umrædda peysa sé að einhverju leyti stæld eftir annarri  bæði hvað varðar munstur og snið. Það er fátt nýtt undir sólinni í þessum efnum.
mbl.is Íslenskur hönnuður beðinn að stela danskri glæpapeysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr, heyr, Davíð.

Loksins  kemur þungaviktarmaður frá Sjálfstæðisflokknum og varar við þeirri þróun sem allir sæmilega skynsamir menn hafa séð og skynjað um talsvert langan tíma.  Skuldasöfnun þjóðarinnar og hugsanlegar skuggahliðar ,,útrásarinnar" sem hafin hefur verið yfir alla gagnrýni í hugum svo margra.  Einnig þarf enginn að velkjast í vafa um hvernig reynt er að kjafta upp verðmat stórfyrirtækjanna til að allt líti sem best út.  Þegar svona miklir hagsmunir eru í húfi geta jafnvel heiðarlegustu menn villst út að ystu mörkum þess sem er löglegt eða siðlegt.  Langt síðan ég hef hrósað Davíð Oddssyni en nú á hann það sannarlega skilið.


Ábyggilega rétt.

Veit ekki betur en að skotveiðimenn hafi gengið með þá grillu í höfðinu að það væri allt í lagi að skjóta hvar og hvenær sem er í þjóðlendum og þjóðarskógum.
mbl.is Formaður Skotvís: Veiðimenn eru mjög löghlýðinn hópur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur verið óréttlátt.

Það er auðvitað af hinu góða að lögreglan fylgist með ljósabúnaði bíla og beiti sér í því að því sem áfátt er verði kippt í lag. Hitt finnst mér allt of langt gengið að sekta menn fyrir að vera á eineygðum bíl án undangenginnar aðvörunar. Það er aldrei hægt að segja til um hvenær peran brennur. Hún getur verið í lagi þegar lagt er af stað og tíu mínútum seinna ert þú stöðvaður með brunna peru og sektaður.  Allt of harkaleg framganga finnst mér.
mbl.is Of margir með ljósin í ólagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitraður matur.

Fór í Kuffélagið áðan til að kaupa eitthvað í kvöldmatinn. Skoðaði lambasaltket, saltað hrossaket, hrossabjúgu ofl. Allt átti þetta sammerkt að vera uppfullt af þráavarnarefnum, rotvarnarefnum, bindiefnum, auk þess sem það var vacumpakkað í svellþykkt plast svo að þaðan gæti maturinn nú drukkið í sig sem mest af eiturefnunum úr umbúðunum.  Skil ekki hversvegna þarf að vera með öll þessi aukaefni í matnum. Af hverju má bara ekki salta þetta almennilega eins og gert var. Nú er öll þessi matvara pökkuð í loftþéttar umbúðir og hefur uppgefið fárra daga geymsluþol og er líka geymd í kæli í versluninni. Það er sennilega vegna þess hvað manneldismafían hatast mikið útí saltaðan mat. Vill miklu frekar láta okkur éta allskonar eiturefni. Þegar ég var að alast upp í sveitinni í gamla daga var borðaður brimsaltur matur með miklu af saltpétri nánast á hverjum einasta degi allt árið um kring.  Sárafáir dóu úr krabbameini, enginn úr hjartasjúkdómum og magasár var örugglega ekki algengara en í dag. Ef saltið væri eins slæmt og nú er haldið hefði ég og þúsundir annarra, sem ólust upp á sveitaheimilum í kringum miðja síðustu öld ekki náð tíu ára aldri, hvað þá meira.

Auglýsingar.

Ekki get ég ýmindað mér að nokkur maður nenni að skoða og lesa þessar auglýsingar frá stórmörkuðunum, sem þekja heilar síður og opnur dag eftir dag. Hver hefur  tíma eða áhuga  á að bera saman einhvern fimm krónu mun  á ávöxtum eða skinku frá degi til dags?  Held að þessi fyrirtæki gætu stórlega sparað  í auglýsingagkostnaði og ættu frekar að  lækka verð sem því nemur.

Uppgötvun?

Jæja, þurfti nú einhvern sprenglærðan réttarsálfræðing til að segja fólki þetta?
mbl.is Pyntingar skila ekki árangri við yfirheyrslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AMEN!

Í gamalli skrýtlu segir að sérfræðingur sé maður, sem viti allt sem mögulega er hægt að vita um hreint ekki nokkurn skapaðan hlut.  Þeir virðast semsé skilja að þorskurinn sé smár og horaður og viðkoman alls ekki í lagi. En þeim er alveg fyrirmunað að setja það í samhengi við of lítið æti og þaðan af síður af hverju að það er orðið svona lítið æti í hafinu.
mbl.is Að missa þorskstofninn það hrikalegasta sem komið gæti fyrir þessa kynslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegt.

Það er alveg furðulegur siður hjá fréttamönnum og fjölmiðlum þegar rætt er um vaxtamál, skuldasöfnun þjóðarinnar, hugsanlega upptöku Evrunnar og annað sem varðar fjármál, að þá eru alltaf kallaðir til einhverjir hvítflibbar frá greiningardeildum bankanna. Sem er auðvitað alveg  ómögulegt, vegna þess að þeirra málflutningur hlýtur alltaf að vera litaður af hagsmunum bankanna, sem fer kannski alls ekki saman við hagsmuni almennings. Til viðbótar þessu hvet ég alla til að lesa grein Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í gær. Það er raunsönn lýsing á því ástandi sem blasir við en alltof fáir virðast þora að horfast í augu við.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband