Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hver tekur mark á þessum mönnum?

Held að þessir  ,,snillingar" ættu ekki  vera að láta ljós sitt skína, eftir útreiðina sem spádómar þeirra fengu á síðasta ári.  Líklega væri mesta hagræðingin í bankakerfinu í því fólgin að leggja niður á einu bretti þessar greiningardeildir sínar.
mbl.is Spá 30% hækkun á hlutabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ennþá fugladauði.

Enn og aftur berast fréttir af stórfelldum fugladauða fyrir norðan og norðaustan land. Viðurkennt er að þessir fuglar drepast úr hungri. Ekki virðast sérfræðingarnir skilja ennþá að fuglinn vantar æti vegna þess að búið er að klára það af hvölum og ryksuguveiðiskipum. Nei, aldeilis ekki, nóg æti segja þeir en líklega getur fuglinn ekki veitt vegna slæmra veðurskilyrða.  Þó er það vitað að hann kafar allt niður á 100m dýpi til að veiða. Ætli að veðrið sé mjög slæmt þar?  Ótrúleg vitleysa sem menn geta borið á borð fyrir almenning.

Björguðu danir því sem bjargað verður?

Ég man ekki betur en að oflátungarnir okkar hafi alveg verið að rifna af hneykslun í fyrra þegar danskurinn var að vara við óeðlilegum vexti íslenskra útrásarfyrirtækja. Nú viðurkenna þessir sömu oflátar hver á fætur öðrum að líklega hafi menn haft gott af þessari áminningu og tekið til í eigin ranni eins og kostur var á.  Kannski væri mun verr komið fyrir mörgum hér ef frændur okkar hefðu ekki tugtað menn svolítið til.
mbl.is Mikil verðlækkun á hlutabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Vilhjálmur Egilsson í vinnu hjá ríkinu?

Það var einkennilegt að heyra í Vilhjálmi Egilssyni fr.kv.stj. samtaka atvinnulífsins í útvarpsfréttum í dag.  Þar mælti hann gegn þeim hugmyndum ASÍ að lækka skatta á lægstu laun. Taldi það alltof kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð. Hvernig má  það vera að ríkissjóður gat þetta fyrir svona 10-15 árum, þegar lægstu launataxtar voru rétt um skattleysismörkin?  Mér heyrist að flestir telji stöðu ríkissjóðs það miklu betri núna að þetta ætti þó að vera auðveldara nú.  Er það kannski svo að Vilhjálmur Egilsson sé bara í sambandi við forstjóra stórfyrirtækjanna og viti ósköp lítið hvað er að gerast í litlu og meðalstóru fyrirtækjunum?  Fyrirtækjunum sem verða að fjármagna sig á okurvöxtunum innanlands. Fyrirtækjunum sem eru í framleiðsu og samkeppnisiðnaði og  hafa ekkert svigrúm til að velta kostnaðarhækkunum út í verðið á því sem þau eru að selja vegna ofursterkrar krónu. Fyrirtækjunum í ferðaþjónustunni, sem eru líka í sömu aðstöðu og eru að keppa án nokkurrar aðstoðar við allan umheiminn, þar sem laun eru bara brot af því sem hér er. Þetta staðfestir það sem mig hefur lengi grunað, að ASÍ menn skilja betur hvað er að gerast hjá atvinnurekstrinum almennt en forsvarsmenn vinnuveitenda.


Gæti gerst hér

Það er eiginlega bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona gerist hér. Í dag virðist enginn maður með mönnum án þess að hafa hund á heimilinu.
mbl.is Drengur lést þegar hundur réðist á hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umbúðafarganið.

Það er ekki síst á jólunum, sem manni verður ljóst, hverslags sóun á sér stað í umbúðaiðnaðinum. Það er nánast sama hvað lítilfjörlegur hluturinn er, umbúðirnar eru oft svo stórkostlegar að það þarf næstum því bæði kúbein og vélsög til að brjótast í gegnum þær.  Held að það væri verðugt verkefni fyrir umhverfissinna heimsins að láta verulega til sín taka í þessum málum. Og þá ekki eitthvert endurvinnslukjaftæði, heldur bara að draga úr magninu.

Undarlega lítil fjölmiðlaumræða

Allan fyrri hluta ársins þegar hlutabréfavísitölurnar hækkuðu dag frá degi fengu gleiðgosalegir strákar frá greiningardeildum og markaðstímaritum ómældan tíma og rúm í fjölmiðlunum, til að  berja sér á brjóst  yfir íslenska efnahagsundrinu og útrásinni.  Nú þegar allt er á niðurleið kveður við annan tón. Fréttamenn virðast ekki hafa áhuga á málinu og smástrákurinn í markaðsfréttum Stöðvar 2 talar um allt annað en úrvalsvísitöluna íslensku í sínum daglega pistli.  Eru fréttamenn kannski undir einhverjum þrýstingi  að vera ekki að upplýsa of mikið um þetta?  Hvað um ríkisútvarpið?  Það ætti þó ennþá að vera  að mestu óháð og menn þar á bæ ættu að þora að segja  frá því sem er á döfinni hverju sinni, þó það komi ekki öllum vel.  Í morgunn birtist í örfáar mínútur frétt á heimasíðu MBL um lækkanir  á  íslensku úrvalsvísitölunni en hvarf svo jafn fljótt.   Kommentaði á hana en það virðist ekki hafa hengt sig við fréttina einhverra hluta vegna og stendur það nú eitt og sér  blogginu mínu. 

Kemur ekki á óvart.

Bara eðlileg leiðrétting á ofmetnum félögum, sem hlaut að koma. Ættu sjálfsagt að lækka töluvert meira áður en  raunverulegu verðmati er náð.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull og kjaftæði

Það er auðvitað bara bull að rautt kjöt sé eitthvað óhollara en annað sem við setjum ofan í okkur.  Fyrir nokkrum áratugum var hangikjöt, saltkjöt, bjúgu, svið, súrmatur og saltfiskur í bland á borðum landsmann upp til sveita allan ársins hring.  Miklu færri dóu þá úr krabbameini en í dag.  En öll aukaefnin og plastumbúðirnar sem eru notuð í dag eru örugglega bráðdrepandi eitur. Það held ég að gáfumannasamfélagið ætti að skoða og rannsaka.
mbl.is Bannfæra allt rautt kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðsfréttir

Það er eiginlega alveg sprenghlægilegt að fylgjast með þessum fréttatíma af hlutabréfamarkaðnum í hádegisfréttum Stöðvar tvö.  Ef markaðurinn er á uppleið og úrvalsvísitalan sömuleiðis,  dugir varla sá tími sem til umráða er til að útmála það allt og dásama af hinum tungulipra fréttamanni.  Þegar aftur á móti allt er á niðurleið, eins og í dag er allur tíminn tekinn í að greina frá listaverkauppboðum og ýmsu öðru sem kemur málinu ekkert við og rétt í blálokin minnst örfáum orðum á niðursveifluna.  Trúverðugur fréttaflutningur það.  LoL

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband