Undarlega lítil fjölmiðlaumræða

Allan fyrri hluta ársins þegar hlutabréfavísitölurnar hækkuðu dag frá degi fengu gleiðgosalegir strákar frá greiningardeildum og markaðstímaritum ómældan tíma og rúm í fjölmiðlunum, til að  berja sér á brjóst  yfir íslenska efnahagsundrinu og útrásinni.  Nú þegar allt er á niðurleið kveður við annan tón. Fréttamenn virðast ekki hafa áhuga á málinu og smástrákurinn í markaðsfréttum Stöðvar 2 talar um allt annað en úrvalsvísitöluna íslensku í sínum daglega pistli.  Eru fréttamenn kannski undir einhverjum þrýstingi  að vera ekki að upplýsa of mikið um þetta?  Hvað um ríkisútvarpið?  Það ætti þó ennþá að vera  að mestu óháð og menn þar á bæ ættu að þora að segja  frá því sem er á döfinni hverju sinni, þó það komi ekki öllum vel.  Í morgunn birtist í örfáar mínútur frétt á heimasíðu MBL um lækkanir  á  íslensku úrvalsvísitölunni en hvarf svo jafn fljótt.   Kommentaði á hana en það virðist ekki hafa hengt sig við fréttina einhverra hluta vegna og stendur það nú eitt og sér  blogginu mínu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband