Þjórsárver

Þótti gott að heyra í nýja umhverfisráðherranum  í fréttatíma útvarpsins áðan. Þar lýsti hún því yfir að Norðlingaölduveita væri slegin af og Þjórsárverum endanlega borgið. Hef trú á því að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði fyrsti umhverfisráðherrann, sem stendur virkilega með umhverfinu og lætur ekki virkjunar og stóriðjusinna segja sér að kvitta undir hvað sem fyrir hana er lagt, líkt og fyrri umhverfisráðherrar hafa gert. Ekki mun af veita vegna þess að greinilega hefur Geir rekið hið fagra Ísland ofan í kokið á Ingibjörgu Sólrúnu, nánast eins og það lagði sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband