21.2.2010 | 09:42
25% !?!?!?
Þessir menn virðast ekki skynja að 2007 ástandið er liðið. Þar sem þetta er nú, að mér skilst, enginn láglaunahópur, er það ótrúleg óskammfeilni að fara fram á 25% launahækkun í því ástandi sem nú ríkir. Þeir ætla greinilega ekki að taka á sig neinar byrðar í endurreisninni.
Flugvirkjadeilan er óleyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Iselander ætti að flytja starfsemina úr landi.................
forvitinn (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 09:51
Flugvirkjar eru ekki þeir hálaunamenn sem fólk heldur. 300.000 kr fyrir 5 ára nám
Þórarinn (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 11:12
Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að Flugvirkja hafi tekið átt í 2007 glamúrnum......Flugvirkjar hafa síðan 2006 reynt að fáleiðréttingu á launasköllum sýnum án árangurs....núna þegar að verkefnastaðan er mjög góð hjá flugvirkjum og fyrirtæki eins og ITS eru að greæða á tá og fingri vegna haggstæðs gjaldeyris þá er komin timi il að fá smá Boost á skalla flugvirkja
GST (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 11:25
þú veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um.
1. Flugvirkjar hafa setið eftir í launahækkunum í mörg ár núna og ruku ekki upp í launum í góðærinu.
2. Sveinskaupið er mjög slappt, sérstaklega miðað við rúmlega 4ra ára nám og mikla ábyrgð í vinnu. þú ferð ekkert út í kant ef það bilar...
3. Ef flugvirkjar geta ekki beðið um launa hækkun þegar íslenska krónan er veik og íslenskir flugvirkjar meira en helmingi ódýrari en starfsbræður þeirra í útlöndum og við megum ekki gleyma að tekjur icelandair eru að mjög miklu leiti í dollurum, hvenær eiga þeir þá að biðja um launahækkun?
ekki gátu þeir það í góðærinu, því þá var krónan svo sterk að icelandair hótaði að fara með viðhaldsstöðvarnar erlendis í ódýrara vinnuafl.
spurning um að halda í mannskapinn og gott viðhald og borga almennileg laun og hætta að horfa í þessa smáaura sem eru launakostnaður flugvirkja á miðað við annann kostnað í rekstri flugfélags
Arnar (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 11:47
Sögðu þeir ekki í útvarpinu að byrjunarlaun fullmenntaðs starfsmanns er milli 500-600.000 á mánuði.
Ekki tel ég það lítið.
Ekki það að ég viti það sjálfur, en þeir bara geta farið í verkfall og eyðilagt fyrir mörgum í ferðamannaiðnaðinum, ætti bara að setja lög á þá eins og sjómennina. Meiga ekki halda þjóðinni í gíslingu, bara semja eins og menn.
Svavar Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 17:02
Eins og þeir hjá RUV sögðu eru byrjunarlaunin 300.000 og svo bætist ofan á yfir vinna og vaktaálag. En það eru ekki nema svona 25 sem eru á vöktum ca.
þannig að restin þarf að vinna ansi marga yfirvinnutíma til að komast í 5-600.000 á mánuði. Sennilega flestar starfsstéttir sem kæmust í 500.000 á mánuði með 100 yfirvinnu tíma.
Eins og staðan er í dag, þá eru fleiri en 1 flugfélag að fljúga til og frá landinu, þannig að setja lög á flugvirkja væri eins og að setja lög á DHL og halda því fram að ef DHL ber ekki út sendingarnar sínar að þá fái enginn böggla senda heim til sín.
Arnar, 21.2.2010 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.