Arðsemi og ávöxtunarkrafa?

Ekki minnist ég þess að BHM andmælti þegar lífeyrissjóðirnir fjárfestu í bólufyrirtækjunum.  Þar átti nú aldeilis að vera nóg arðsemi. Háskólamenn og aðrir  skilja kannski ekki að verðmætin verða til í atvinnulífinu og hvergi annarsstaðar. Þeir ættu  vitanlega að láta sjóðinn sinn fjárfesta í öllum þessum háskólum okkar íslendinga.  Það hljóta að vera arðsöm fyrirtæki. 
mbl.is Ósátt við fjárfestingar sjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvernig getur það verið góður fjárfestingarkostur að fjárfesta í Húsasmiðjunni sem er rekið með bullandi tapi og selur vörur undir kostnaðarverði til halda uppi veltu.

Sigurður Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 09:21

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Rétt Sigurður og hvernig á að verðmeta þannig fyrirtæki?

Tryggvi Þórarinsson, 31.8.2010 kl. 09:24

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fjármunirnir verða til í "Húsasmiðjunni", engin spurning, á hinum endalausu Tax Free dögum öllum til hagsbóta.  Síðan er bara að láta 12 % tekna sinna renna til lífeyrissjóðanna svo peningarnir haldi áfram að streyma til Húsasmiðjunnar.

Magnús Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 09:44

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Akkúrat Magnús! Ég vildi bara að það stæði skýrt á öllum kvittunum frá Húsasmiðjunni: "Þetta verð er kostað af skattborgurum Íslands í samvinnu við Lífeyrissjóðina"

Jón Bragi Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband