Ofurlaun og árangur í starfi.

Heyrði í gær bút úr viðtali í síðdegisútvarpinu á rás 2. Þar voru dagskrárgerðarmennirnir að tala við karl og konu og þann stutta tíma sem ég hafði tök á að hlusta var konan að verja ofurlaun þeirra sem sitja í skilanefndum bankanna. Ekki var  hægt að leggja aðra merkingu í orð hennar en að algert samasem merki væri á milli launa þessa fólks og hvaða verðmæti það næði að gera úr eignum bankanna. Þessi kenning varð til á græðgisvæðingar árunum eins og margt fleira gott en var síðan rækilega afsönnuð í hruninu, þar sem hæst launuðustu menn íslandssögunnar gerðu þjóðina nánast gjaldþrota vegna afglapa í starfi.  Þessi furðulegi hugsanagangur sem konana var þarna enn að tala fyrir er í rauninni móðgun við allt venjulegt launafólk á landinu.  Samkvæmt kenningunni er ekkert til lengur sem heitir starfsánægja, metnaður og samviskusemi nema launin séu milljón á mánuði eða meira.  Samkvæmt könnunum er framleiðni íslendinga mun slakari en þeirra þjóða sem við berum okkur helst saman við.  Á hinn bóginn heyrir maður alltaf að íslendingar séu eftirsóttir í vinnu í öðrum löndum fyrir dugnað.  Þó ég viti ekki hvernig þessar mælingar á framleiðni þjóða fara fram, þykist ég vita að þar sé allt sett í einn pott og framleiðnin metin út frá því.  Hvað segir það okkur?  Líklega það að yfirbyggingin í okkar þjóðfélagi sé orðin allt of mikil.  Semsagt: Allt of margir á allt of háum launum sem skila allt of litlu til þjóðarbúsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórir og gleðilegt nýtt ár. Ég held nú að Íslendingar séu nú upp til hópa duglegt fólk en laun eru mjög lág hjá flestum. Ég er sammála þér að þessar skilanemdir og margir af þessum bankayfirmönnum eru með alltof há laun miðað við aðra hópa í þessu þjóðfélagi. Í fáum orðum sagt er launamunur á Íslandi alltof mikill  og fer vaxandi.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.1.2011 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband