Betra að grafa vandann?

Það er skrýtin þessi móðursýki sem hefur gripið um sig í sambandi við þessi sorpbrennslumál. Þó er vitað að brennsla er besti kosturinn til að losna við allt umbúðafarganið. Bara ef menn framkvæma þetta eins og á að gera . Bráðum vill ekkert sveitarfélag eða landeigandi láta land undir viðbjóðinn og hvað er þá til ráða?  Hvers vegna er í þessari umræðu aldrei talað um stóra málið?  Að draga úr þessari óhóflegu umbúðanotkun.  Menn eru alltaf að tala um endurvinnslu. En hún leysir ekki nema hluta vandans og þess þarf orku og endurvinnsla veldur líka mengun.  Það hafa margir gapuxar farið langt fram úr sér í umræðunni um þessi mál.
mbl.is Undanþága fyrir Ísland ástæðulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt, ódýrast að grafa sorpið.

Endurvisla borgar sig ekki "ekonomist" og hefur aldrei gert.

Hún talar um almennar reglur. Það eru ekki lög.

Leyfið VG að stjórna og Ísland verður Kúba norðursinns!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 08:33

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Urðun hefur reynst vera skásti kosturinn þar sem lítil eða nánast engin loftmengun verður sé staðið rétt að þessu. Brennsla sorps hefur þann annmarka að spilla loftgæðum og hún hefur víðast hvar verið lögð af.

Skil ekki þetta upphlaup gagnvart Svandísi og persónugera þetta ruslmál. Ekki er það neinum til framdráttar.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.3.2012 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband