Illa ígrunduð umræða

Ófögur framtíðarsýn ef við skoðum málið nánar.  Tökum t.d. hvernig þetta liti út á Suðurlandinu í einni algengri dagleið hópferðabíls:    Hlið við Seljalandsfoss, Þorvaldseyri, Skógafoss, Sólheimajökul, Dyrhólaey, Reynisfjöru, Víkurfjöru, Hjörleifshöfða, Fjaðrárgljúfur, Kirkjugólfið á Klaustri, Dverghamra, Núpstað og endum við Svartafoss í Skaftafelli.  Auðvitað yrði líka að rukka íslenskar fjölskyldur sem vildu fara og skoða náttúruperlurnar í landinu sínu. Eitt yrði yfir alla að ganga.  Ferðaþjónustan skilar það miklum tekjum til ríkisins að það er ekki nema sjálfsagt að leggja svolítið brot af því til þess að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir á þeim stöðum sem eru að láta á sjá.  Bara láta heimamenn á hverjum stað um framkvæmdina.  Ekki einhverja sérfræðinga í 101 Reykjavík sem alltaf hafa lag á því að gera einfalt mál flókið og óheyrilega dýrt. 
mbl.is Nauðsynlegt að hefja gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, þetta er illa ígrundað og þarf að hugsast aðeins betur.  Ef fólkvangar eru í hættu af of miklum ferðamannastraum þarf einfaldlega að beina fólki annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 23:47

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þetta gengur auðvitað ekki- það sem mer finnst er - að ferðafólk borgi dagskort- eða vikukort- og þeir peningar færu í að laga og bæta ferðamannastaði- til dæmis vantar sárlega aðstöðu fyrir ferðamenn til að komast á klósett og þvo ser- lika í Reykjavík.

 Víða erlendis- einkum þ'yskalandi og Austurríki- fá menn aðgang að klósettum- vel þrifnum og með- semsagt- allt - TANDURHREINT - og borga smá pening fyrir. her verð eg oft að fara heim- uppí Arbæ- til að komast á klósett- því- það er ekki von að veitingahús skaffi aðstöðu til að pissa ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.10.2012 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband