20.10.2012 | 09:01
Afnema verðtrygginguna
Ef menn ætla ekki að þora að afnema verðtrygginguna breytist ekkert. Er það kerfi ekki fullreynt? Hvað ætla menn lengi að berja hausnum við steininn? Eins og fáráðlingarnir á ASÍ þinginu sem höfnuðu tillögu um afnám þessarar sjálfvirku svikamyllu verðhækkana, þar sem allt bítur í skottið á sjálfu sér. Hræðsluáróðurinn sem sumir stunda um afturhvarf til þess tíma þegar peningar brunnu upp og eina fjárfestingin var steinsteypa á ekki við í dag. Nú myndi enginn lána peninga nema að meta verðbólguhorfur og setja það inn í vextina. Þá sæi lántakinn strax hvort hann réði við afborganir. Enginn óútfylltur verðbótavíxill, geymdur til að borga á elliárum. Framboð og eftirspurn næðu jafnvægi eftir tiltölulega skamman tíma með lækkandi vöxtum og verðbólgu. Það vita allir nema hagfræðingarnir í Seðlabankanum að í vísitöluþjóðfélaginu hér er vaxtahækkun bara ávísun á hærra vöruverð og aukna þenslu. Þvert ofan í markmiðið. Í framhaldinu þarf svo að taka algerlega í gegn einn stærsta þjófnað íslandssögunnar, sem fer fram í gegn um lífeyrissjóðina. Gylfi og félagar ættu að huga að þeim málum. En miðað við úrslitin hjá þeim um verðtrygginguna er víst ekki mikils gáfulegs að vænta úr þessum herbúðum.
![]() |
Óttast aðra kollsteypu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.