Vona bara að menn forgangsraði rétt

Stæsti hlutinn af öllum boltafréttum mættu alveg missa sig. Get ekki betur séð en tökulið sé sent á hvern einasta fótboltaleik, hvað ómerkilegur sem hann er. Allra síst að skera niður fréttir, fréttaskýringaþætti og viðtalsþætti. Svo er nú alveg nóg af einkareknum útvarpsstöðvum í því að senda út dægurtónlist.
mbl.is Fréttatímum fækkað og þeir styttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann hlýtur að byrja á að segja dóttur sinni upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2013 kl. 11:19

2 identicon

Samúð mín með þeim sem missa vinnuna

en mér finnst líka að Páll sé að spila á samúðina

hópuppsagnir og hótun um að minnka almenna fréttaumfjöllun í stað þess að reyna aðrar leiðir

og það er rétt athugasemd um íþróttirnar maður er alveg hættur að nenna að fylgjast með þessu og upptalningin á þessu öllu í sunnudagskvöld "fréttatímunum" var út í hött

Grímur (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 12:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hræðilegt að heyra að Jóhannes Kristjánsson hafi fengið reisupassan.  Hann er einn af þeim örfáu sem hafa fjallað um fíkn og afleiðingar hennar í kastljósi.  Ég ætla að fylgjast með hvort hraðfréttirnar og íþróttafréttirnar verði lagðar af eða þeim fækkað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2013 kl. 13:19

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þér um allt þetta fótboltastand sem hefur tröllriðið flestum húsum á Íslandi!

Hins vegar óttast eg að það sem hangir á spýtunni sé að stýfa niður alla gagnýna umræðu í samfélaginu. SDG hefur gagnrýnt mjög að allir séu ekki ánægðir með allt loforðafarganið hans og að fólk sé almennt mjög tortryggið gagnvart honum. Hann sver sig, því miður, nokkuð í ætt við Silvio Berluskoni, margt er ótrúlega líkt með þeim, báðir miklir auðmenn sem hafa góð inntök í fjölmiðla til að móta skoðanir, báðir mjög brattir í kosningaloforðum, slá miklið um sig og telja sér alla vegi færa. Það sem skilur á milli þeirra er að Silvío er kvennaflagari en fáar sögur fara af SDG enn sem komið er en hann er ennþá ekki orðinn fertugur og allt gæti gerst með „gráa fiðrunginum“ og „syndin er lævís og lipur“. Þá eru ekki allir nógu stöðugir í sessi þegar þeir öðlast mikil völd og það eru alþekkt sannindi að þau spilli mönnum jafnvel góðum drengjum.

Eg óttasta að þessi aðför að RÚV sé þáttur í að draga úr eðlilegri lýðræðisþróun á Íslandi en eg held að síðasta ríkisstjórn, einasta „hreina“ vinstri stjórn lýðveldisins, þ.e. ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi viljað efla sem mest lýð'ræðisþróunina á Íslandi. Sem dæmi þá afsalaði sér ríkisstjórnin frumkvæðinu um endurskoðun stjórnarskrárinnar fyrst til 1000 manna samkomu og síðar til stjórnlagaþings þar sem allir gátu boðið sig fram og öðlast kosningu án einhvers pólitísks bakgrunns. Nú hefur komið í ljós að SDG hafi aldrei viljað fallast á þessa leið en hefur falið valinni nefnd undir forsæti vægast sagt mjög varkárs hægrimanns, aldraðs prófessors að semja nýtt frumvarp til stjórnarskrár lýðveldisins. Satt best að segja held eg þetta sé mikil afturför enda vill prófessorinn helst ekki breyta neinu.

Drögin að stjórnarskrár stjórnlagaþings mátti að sjálfsögðu endurskoða og slípa þá tæknilegu annmarka sem á voru.

Góðar stundir og í von um að þessi ríkisstjórn sjá að sér áður en hennar bíði sömu örlaga og nátttröllanna í íslenskri þjóðtrú.

Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2013 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband