21.12.2013 | 14:59
Við sama heygarðshornið
Það virðist sérstakt áhugaefni sjálfstæðismanna að sækja skatta ofan í tóma vasa tekjulægstu hópanna, öryrkja og ellilifeyrisþega. Á valdatíma Davíðs og Halldórs var stöðugt verið að færa skattleysismörkin neðar en það var lítillega fært til baka í tíð síðustu ríkisstjórnar. En ekki nærri nóg. Það er aumt og til skammar að skattleggja tekjur sem varla og ekki duga fólki til framfærslu.
Stefnt að samningum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki man ég ártölin rétt, en var það ekki Jón Baldvin Hannibalsson sem barðist fyrir skattleysismörkunum á sínum tíma? Ég man ekki betur en að hann hafi náð þeim í gegn, úr einhverju ráðuneytinu á sínum tíma. Ekki man ég hvort Davíð Oddson var í ríkisstjórn á þeim tíma. En held þó að hann hafi verið í borgarmálunum á þeim tíma, að berjast fyrir að mæður fengju laun fyrir að sinna börnunum heima fyrstu æviár þeirra.
Voru það ekki Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddson sem voru við stjórnartaumana valdalausu á Íslandi, þegar Vigdís Finnbogadóttir var látin samþykkja frjálst flæði bankaræningja, með EES samningnum? Og án þess að þjóðin í lýðræðislandinu fengi að greiða atkvæði um hvort bankaræningja-bandalagið fengi brautargengi í lýðræðislandinu Íslandi!
Eftir stendur Fjármálaeftirlitsrændur Seðlabanki, samkvæmt glæpa-uppskrift matsfyrirtækja-lygasúpunnar!
Það þarf meir en okkur jarðneskt meðalfólk, til að skilja svona FALDA-VALDS-vitleysu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.12.2013 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.