25.7.2007 | 17:37
Heimsmet í eyðslu.
Já, íslendingar hafa einir þjóða fundið upp nýjan og snilldarlega snjallan atvinnuveg. Flytja inn peninga og kaupa allt sem hönd á festir. Semsagt lifa kónglífi á lántökum sóun og eyðslusemi. Sérfræðingar og hagsmunaaðilar kjafta upp gengið, kjafta upp húsnæðisverðið, kjafta upp vexti og hlutabréfaverð. Ef einhver leyfir sér að efast er hann bara svartsýnn og leiðinlegur. En skyldi ekki einhvern tíma koma að skuldadögum?
Forleikur að þensluskeiði eða upphaf að samdrætti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þetta eru orð í tímatöluð. Eins og skrifaði við aðra grein í dag, þá hækkar húsnæðisverð hér í höfuðborginni, þó offramboð sé komið af húsnæði, bara vegna þess að fólk getur skuldsett sig meira.
Þetta er æðislegt.
Jóhannes Haraldsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 20:04
Magnað!!
Hræðilegt!!
Helgi Hrafn Jónsson, 25.7.2007 kl. 22:34
Góður
Ólafur Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.