27.12.2007 | 21:20
Umbúðafarganið.
Það er ekki síst á jólunum, sem manni verður ljóst, hverslags sóun á sér stað í umbúðaiðnaðinum. Það er nánast sama hvað lítilfjörlegur hluturinn er, umbúðirnar eru oft svo stórkostlegar að það þarf næstum því bæði kúbein og vélsög til að brjótast í gegnum þær. Held að það væri verðugt verkefni fyrir umhverfissinna heimsins að láta verulega til sín taka í þessum málum. Og þá ekki eitthvert endurvinnslukjaftæði, heldur bara að draga úr magninu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.