Þó fyrr hefði verið.

Auðvitað á að banna innflutning og sölu á tóbaki og hefði átt að vera búið fyrir löngu. Það þýðir ekkert að bera það saman við áfengisbann, einfaldlega vegna þess að það getur hver sem vill bruggað sinn landa en málið verður erfiðara fyrir þá sem vilja framleiða tóbak.  Það myndu sárafáir unglingar byrja reykingar ef þessi ófögnuður yrði tekinn úr verslunum. Svo er ótalinn sóðaskapurinn í kringum reykingarnar þar sem það virðist viðtekin venja hjá reykingafólki að henda frá sér stubbunum hvar sem er og hvenær sem er.  Svo hefur verið á það bent að þeir sem ekki geta hætt þegar bannið tekur gildi geti fengið ávísun á sitt tóbak það sem þeir eiga eftir ólifað.

 


mbl.is Hugmynd um að banna tóbakssölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæpaklíkur munu taka þessu banni fegins hendi, nú geta þeir selt sígarettur líka...

Bönn eru ekki lausn, bönn eru hluti vandamálsins... bönn er að segja við fólk: Sorry þú er ekki ábyrgur fyrir eigin gjörðum...

Forvarnir félagi, það er töfra orðið

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband