Þetta ættu fleiri að gera.

Ég hef aldrei skilið af hverju umhverfissinnar berjast ekki meira í því að banna allar þessar plastumbúðir, sem sennilega eru stórhættulegar heilsu manna. Hvernig var farið að áður en allar þessar einnota umbúðir komu til sögunnar? Það er  vel hægt að lifa án þeirra.   Eins hef ég oft undrast hvað allskonar smáhlutum er pakkað rammlega inn í svellþykkt plast. Keypti um daginn eitt minniskort í myndavél. Það var ekki nóg að kortið var í litlum opnanlegum plaststokk, heldur var risastórt spjald þar utan um, að því er virtist helst til að hægt væri að hengja gripinn upp í versluninni.  Það lá við að þyrfti keðjusög til að brjótast inn í herlegheitin. Umbúðir eru nauðsynlegar en  þarna er klárlega í gangi ofboðsleg sóun.
mbl.is Vatn á flöskum bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Risastórt spjald klætt í þykkt plast er ákjósanlegur staður til setja þjófavörnina á og kemur í veg fyrir að innihaldinu, litlum hlut, sé auðveldlega stungið í vasa. Oft hafa umbúðirnar misst sitt helsta hlutverk þegar varan loksins kemst í þínar hendur. Yfirleitt gera umbúðir vöruna betri og ódýrari. Hvað ert þú tilbúinn að greiða aukalega fyrir lakari vöru, afföll eða auka afgreiðslufólk?

sigkja (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

sigkja. Þar sem ég er bæði framleiðandi og verslunarrekandi veit ég að þetta er tóm vitleysa sem þú ert að segja. Umbúðakostnaður er talsvert stór liður í vöruverði og plássið í verslununum ekki síður verðmætt. Það er ekki skynsamlegt að sóa því í allt of fyrirferðarmiklar umbúðir. En fyrst og fremst er ég hér að tala út frá umhverfissjónarmiðum.

Þórir Kjartansson, 26.9.2009 kl. 22:34

3 identicon

Ekki veit ég hvað þú kallar umtalsverðan kostnað. Kostnaðurinn við minniskortið sem þú nefndir er innan við 1%. Þannig að ef umbúðirnar koma í veg fyrir að eitt kort skemmist eða sé stolið þá borgar það kostnaðinn við yfir 100 kort. Auk þess sem varan verður sýnilegri og selst betur. Það skilar sér svo aftur í lægri framleiðslukostnaði, verði og meiri hagnaði. Ef verslanir sem selja svona kort ættu að fara að selja þau yfir borðið kostar það auka afgreiðslufólk og jafnveð sér innréttað rými, viljirðu hafa vöruna sýnilega.

Næst þegar þú átt leið í Bónus skaltu athuga með rakvélablöð. Það er dýr smávara í litlum umbúðum sem þú þarft sérstaklega að biðja afgreiðslufólk um. Sennilega mundi salan aukast umtalsvert ef umbúðirnar væru það miklar að hægt væri að hafa rakvélablöðin innanum allar hinar vörurnar án þess að þeim væri stolið.

Ónýt mynniskort, rispuð sjónvörp, kramið kornflakes og skyr með flugum og hári eru e.t.v. vörur sem þú sem verslunareigandi telur boðlegar í þína kúnna. En ég er ekki viss um að þeir séu eins tilbúnir til að borga hærra verð til að dekka afföllin á þessum umhverfisvænu vörum þínum.

Hverju viltu henda í ruslið þegar þú kemur heim, umbúðum eða vörunni sem þú varst að kaupa?

Hvað ert þú tilbúinn að greiða aukalega fyrir lakari vöru, afföll eða auka afgreiðslufólk?

sigkja (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 17:20

4 identicon

sigkja, það er eðlismunur á vörum, sumar eru langvarandi eins og minniskort, man ekki eftir því að hafa hent mínum, maður bara kaupir auka og notar öll, og síðan rakvélablöðum, klósettpappír og öðru sem er skammtímavara og þú þarft að kaupa 2-3 í mánuði (stundum oftar).

Hagfræðin sem felst í þessari umbúðanýtingu er gölluð, hægt að kalla þetta kerfisvillu, þar sem eini framleiðandinn sem myndi ekki setja sitt minniskort í svona svaka umbúðir fær verri sölu. Þú ert að verja þessa kerfisvillu en Þórir er að benda á að það þarf ekkert endilega að vera svona. Það þarf vitundarvakningu í þessu neyslusamfélagi, fólk þarf að fara að hugsa betur um að jörðin er endanleg, en hagfræðin sem þú ert að verja gerir ráð fyrir óendanlegri jörð.

Halldór Benediktsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:33

5 identicon

því miður fær þessi eini framleiðandi ekki aðeins minni sölu hann fær einnig meiri afföll og kostnaður við söluna er hærri. Hversu mikið má fara í afföll og kostnað áður en það telst hagkvæmara að pakka vörunni? Ég efa stórlega að framleiðendur séu að setja meiri pening í umbúðir en þeir telja nauðsynlegt.

Það er engin kerfisvilla fólgin í því að gera sér grein fyrir því að við lifum ekki í fullkomnum heimi. Vörur eru ekki framleiddar þannig að ekkert sé hugsað um hagkvæmni. Við lifum ekki í heimi þar sem allir eru heiðarlegir og hugsi eingöngu um hag fjöldans. Þar sem þú mokar minniskortum eins og karamellum á nammibar í endurnýtanlegan poka. Og ferð tveggja tíma göngu með rakvélablöðin í skerpingu. Hagfræðin sem ég er að verja er einfaldlega sú að þú vilt ekki vinna kauplaust, þú vilt ekki borga fyrir óþarfa vinnu og sóun og þú vilt ekki þurfa að sætta þig við lakari lífskjör. Það er t.d. svolítið sláandi þegar þú talar um "neyslusamfélag" og "fólk", það eru þeir sem þú vilt að taki þetta á sig, ekki þú. Það eru ætíð einhverjir aðrir sem eiga að taka á sig vinnuna og kostnaðinn. Ert þú búinn að láta loka fyrir hita og rafmagn, losa þig við bílinn og sækir mjólkina á brúsa uppí mjólkursamsölu?

Og vissulega þarf þetta ekkert endilega að vera svona. Það væri vel hægt að afgreiða volga mjólk af krana, nota þvottaklút eða mosa í staðin fyrir klósettpappír og skipta öllum ökutækjum út fyrir hesta. Það þarf ekkert endilega að vera svona, en það eru mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það er svona.

sigkja (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband