Þarna sést hvað koma skal á þjóðlendunum.

Þjóðlenduólögin eru að nokkru til komin út af byssudólgum sem töldu að vondir jarðaeigendur hafi þvælst fyrir þeim í því að vaða yfir allt án nokkurs tillits til þeirra sem hlunnindin eiga. Kenningar þeirra og annarra, sem hafa predikað það,  að með því að taka jarðeignir bænda og gera þær að þjóðlendu  og ,,tryggi þar með landsmönnum ótakmarkaðann umgengisrétt á þeim svæðum"  eru kannski að sjást í framkvæmd núna.   Halda þessir menn virkilega að svona framkoma verði liðin af ríkisins hálfu þegar það hefur náð undir sig meginhluta allra heiðarlanda og afrétta.  Nei þá verða nefndir á nefndir ofan og málið öllu snúnara en að sækja leyfi til einhvers bóndans.


mbl.is Óhófleg framganga veiðimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband