22.2.2014 | 08:56
Ómöguleiki Bjarna
Aldrei hef ég verið fylgjandi aðild að ESB. En úr því sem komið var vildi ég leyfa þjóðinni að ákveða hvort klára ætti viðræðurnar, eins og Bjarni lofaði fyrir kosningar. Nú hefur hann í undirlægjuhætti sínum við samstarfsflokkinn svikið þetta loforð og það á eftir að kosta Sjálfstæðisflokkinn mýmörg atkvæði. Er farinn að halda að Bjarni hafi ekki nægilegt bein í nefinu til að vera formaður stæsta stjórnmálaflokks landsins.
Ákveðið að slíta aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2014 | 14:24
Þetta verður að varðveita
Það væri mikið óheillaspor ef þessari fossaröð yrði fórnað fyrir einhver x megavött. En aftur á móti er það alltaf svolítið mótsagnakennt að hörðustu verndunarsinnar eru líka á móti vegslóðum og umferð á hálendinu. Það hefur takmarkað gildi að vernda náttúruperlur ef fólki er jafnframt bannað að komast að þeim á vélknúnum farartækjum. Það treysta sér ekki allir til að ganga dögum saman upp um fjöll og firnindi með bakboka.
Fossinn Dynkur á förum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2014 | 23:42
Þörf lesning
Vonandi að Jón Gnarr og annað ,,bláeygt" fólk, sem vill greiða fyrir vexti og viðgangi múslimatrúar á Íslandi, lesi þetta.
Af hverju var hún í bláum brjóstahaldara? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2014 | 08:33
Peningasóun!
Það er verkfræðilegt afrek, að geta sóað 264 milljónum í að gera tvær göngubrýr yfir þessa ársprænu.
Göngubrýrnar kostuðu 264 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2014 | 10:21
Ekki trúleg kenning.
Gaman væri að heyra álit lundaveiðimanna í Vestmannaeyjum á þessari kenningu. Veiðin segir fráleitt alla sögu þegar til lengri tíma er litið. Áður veiddu menn lunda og annan fugl af nauðsyn, sér og sínum til lífsviðurværis. Seinna var þetta meira sport og sóknin örugglega minnkað og einnig verið misjöfn milli ára. Svo hef ég aldrei heyrt að sandsílið væri einhver kaldsjávartegund, samanber öll þau ókjör af sandsíli sem var og er kannski að nokkru leyti enn í Norðursjónum. Fjöldin í björgunum við Vík í Mýrdal var æfintýralegur fyrst þegar ég man, í kringum 1960. Það var þó í lok hlýindaskeiðsins 1930-60 og sjávarhiti örugglega mjög hár hér við suðurströndina, þó ég hafi ekki haldbærar tölur um það. Laust fyrir 1970 byrjaði krían að nema land á sandinum hér austan þorpsins og óx það varp með undraverðum hraða í það að verða líklega það stæsta í Evrópu. Þá var enn ofgnótt sandsílis en fljótlega upp úr 1990 fór að bera á versnandi afkomu kríu og lunda hér á þessu svæði og er í dag hreint hörmuleg. Ég held að orsakanna sé allt annars staðar að leita en ætla ekki að fara nánar út í það hér.
Lundinn líður fyrir hlýnun hafsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2013 | 09:47
Gott hjá Vestmannaeyingum
Þó allir geti tekið undir það að gæta þurfi hófs í launahækkunum en óréttlætið í þessari samningagerð svo mikið að enginn láglaunamaður ætti að samþykkja þá. Að ríkisstjórnin skuli ekki hækka skattleysismörkin vekur þó sérstaka furðu og er hreint og klárt til skammar. Lágmark væri að þau fylgdu að mestu leyti launa og verðlagsþróun. Með sama áframhaldi eru þau í raun alltaf að færast neðar.
Samningar auka á misskiptingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2013 | 14:59
Við sama heygarðshornið
Það virðist sérstakt áhugaefni sjálfstæðismanna að sækja skatta ofan í tóma vasa tekjulægstu hópanna, öryrkja og ellilifeyrisþega. Á valdatíma Davíðs og Halldórs var stöðugt verið að færa skattleysismörkin neðar en það var lítillega fært til baka í tíð síðustu ríkisstjórnar. En ekki nærri nóg. Það er aumt og til skammar að skattleggja tekjur sem varla og ekki duga fólki til framfærslu.
Stefnt að samningum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2013 | 10:44
Vona bara að menn forgangsraði rétt
Stæsti hlutinn af öllum boltafréttum mættu alveg missa sig. Get ekki betur séð en tökulið sé sent á hvern einasta fótboltaleik, hvað ómerkilegur sem hann er. Allra síst að skera niður fréttir, fréttaskýringaþætti og viðtalsþætti. Svo er nú alveg nóg af einkareknum útvarpsstöðvum í því að senda út dægurtónlist.
Fréttatímum fækkað og þeir styttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2013 | 09:35
Ekki með á nótunum
Dósentinn virðist ekki vera vel inni í þessu máli. Náttúrupassi kemur verðskrám hótela og ferðaþjónustufyrirtækja ekkert við. Eina hættan er að menn kunni sér ekki hóf í verðlagningunni á passanum. T.d. 15 EUR myndu skila miklum fjárhæðum og 90% ferðamanna myndi borga það með glöðu geði. Í mínum huga á í fyrstu ekki að skylda neinn til að kaupa slíkan passa og með því fyrirkomulagi væri líka komið í veg fyrir að Íslendingar þyrftu að greiða fyrir að horfa á landið sitt, vegna einhverrar heimskulegrar jafnræðisreglu. Bara áberandi jákvæðar auglýsingar að til þess væri ætlast að fólk léti þessa smáupphæð af hendi rakna til íslenskrar náttúru. Þetta yrði bæði hægt að kaupa á netinu og við komuna til landsins. Ekkert eftirlit, nema kannski að landverðir gerðu stikkprufur af og til. Svona væri þetta ódýrt og skilvirkt og myndi skila miklum peningum til að viðhalda ferðamannastöðunum okkar. Og alls ekki að fara aðeyrnamerkja þessa fjármuni einhverjum vissum stöðum. Það er ekkert samasem merki á milli heimsóknafjölda og þess hvað hver staður fyrir sig þolir.
Varað við náttúrupassa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2013 | 12:45
Skógrækt með vegum
Margir Íslendingar virðast afskaplega hrifnir af því að planta trjám meðfram vegunum. Þetta ætti að vera mönnum víti til varnaðar.
Þetta var svona Kjalarnesveður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |