Fleiri hliðar á þessu

Hvað eru menn að tala um atvinnuleysi á Íslandi, þegar hér eru þúsundir útlendinga í störfum sem hinir hámenntuðu Íslendingar þykjast of fínir til að vinna.  Í raun er hér ekkert atvinnuleysi ef fólk bara tekur þá vinnu sem býðst.
mbl.is Atvinnuleysi mælist 6,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg íslenskukunnátta hjá fjölmiðklafólki.

Þrjú dæmi frá síðustu dögum:

DV 4.ágúst s.l:    Tiltekinn hljómsveitarmaður ,,skeindi sér með rússneska fánanum"                               

Forsíða MBL 7. ágúst s.l:  ,,náttúrupassanum sýnd veiði en ekki gefin"                                                    

Hádegisfréttir RUV í dag:   ,,Upp úr þeim (viðræðunum) flosnaði"  

Mér sýnist ekki vanþörf á að endurvekja einhverja þætti um íslenskt  mál t.d. á Ríkisútvarpinu.   Það yrði af nógu að taka í stuttan daglegan þátt um þetta efni.                                                                  

 


Endemis bull er þetta

Náttúrupassinn þarf ekki að kosta nema 15-20 Evrur til að skila gríðarmiklum fjárhæðum til þessa bráðnauðsynlega máls, sem er viðhald og uppbygging á fjölsóttum stöðum.  Þetta  á kannski að sitja á hakanum vegna hættu á að túristinn kaupi líklega einum kaffibolla minna í 101 Reykjavík eða einhversstaðar úti á landi.  Já það vefst ekki fyrir blessuðum sérfræðingunum að sjá allsstaðar ljón á veginum og gera einföld mál flókin.  -  Og samkvæmt fyrirsögn fréttarinnar ætla  MBL menn að sýna náttúrupassanum veiði!!!!!!
mbl.is Náttúrupassinn er sýnd veiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tilviljun

Það er ekki tilviljun að nú, þegar að flestir sem láta sig þessi mál varða og skynsamlegasti kosturinn sem er náttúrupassi fyrir allt landið er að verða ofan á í umræðunni, koma daglegar fréttir af lokunum og gjaldtökuhliðum.  Kannski er ekkert hægt að segja við því þó einhver sem á í einkaeigu einhverja náttúruperlu girði hana af eða selji þar aðgang. En hræddur er ég um að eitthvað annað blundi á bak við en svona mikil umhyggja fyrir náttúrunni. Ekki ólíklegt að menn sjái fyrir sér í þessu þægilega tekjulind til framtíðar litið.
mbl.is Hefja gjaldtöku við Kerið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætt mál.

Þetta ættu fleiri sveitarfélög að gera.  Þessi hundahaldstískubóla er löngu komin úr böndunum.
mbl.is 15 hundategundir bannaðar í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingurinn í hnotskurn

Sama hvað er, gönguferðir og útivist, hjólreiðar eða strandveiðar.  Allt tilefni til að kaupa sér rándýran búnað og fata sig upp í viðeigandi fatnað svo menn verði ekki að athlægi. 


mbl.is „Strandveiðin þarf ekki að vera svona dýr"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Það hlaut að koma að því að útrásarþjófagengin reyndu að gera Láru Hönnu óvirka.  Hún hefur verið óþreytandi að upplýsa svínaríið. Kannski hefur hennar rannsóknarblaðamennska, umfram annað,  orðið til þess að að veita almenningi innsýn í forheimsku og glæpamennsku hrunverja.  Ekki virðast dómstólar ráða við verkefnið - nema að litlu leyti.
mbl.is Sagt upp eftir 25 ára starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert

Fólk heima í héraði fréttir í fjölmiðlum það sem ,,sérfræðingarnir" fyrir sunnan ákveða.   
mbl.is Litið alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormur í vatnsglasi

Allt þetta tal um eyðileggingu við Gullfoss og Geysi er stórlega orðum aukið.  Var þarna sjálfur að mynda fyrir nokkrum dögum og skoðaði staðina vandlega.  Það er ósköp auðvelt að taka myndir af fólki sem er að sulla í afrennslinu frá Strokki og Blesa og segja svo að þarna sé allt að fara í svað.  Af hverju er þetta ekki bara brúað með trépöllum?  Auðvelt, ódýrt og þjónar fullkomlega sínum tilgangi.  Auðséð er líka að 99,9% fólks virðir varnarlínur sem settar eru upp og þar sem þær eru á þessum stöðum. Varla er fótspor að sjá utan þeirra.  Það versta er að á þessum friðlýstu svæðum virðast allar framkvæmdir, hversu smávægilegar sem þær eru verða að stórum og rándýrum vandamálum.  Nægir í því sambandi að benda á hörmungina sem sett var á nýju gjótun í Almannagjá. 


mbl.is Gullni hringurinn drullusvað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir það okkur?

Á örfáum dögum er búið að gera út af við þessa vestangöngu.  Ekki ætlar að hafast að veiða leyfilegan kvóta þrátt fyrir þá gífurlegu tækni sem flotinn hefur yfir að ráða í leitar og veiðitækni.  Það er verið að ganga allt of nærri loðnustofninum.  Hann er ofveiddur á meðan aðrir fiskistofnar eru vanveiddir miðað við framboð á æti fyrir þá.
mbl.is Botninn að detta úr loðnuveiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband