20.10.2012 | 09:01
Afnema verðtrygginguna
Ef menn ætla ekki að þora að afnema verðtrygginguna breytist ekkert. Er það kerfi ekki fullreynt? Hvað ætla menn lengi að berja hausnum við steininn? Eins og fáráðlingarnir á ASÍ þinginu sem höfnuðu tillögu um afnám þessarar sjálfvirku svikamyllu verðhækkana, þar sem allt bítur í skottið á sjálfu sér. Hræðsluáróðurinn sem sumir stunda um afturhvarf til þess tíma þegar peningar brunnu upp og eina fjárfestingin var steinsteypa á ekki við í dag. Nú myndi enginn lána peninga nema að meta verðbólguhorfur og setja það inn í vextina. Þá sæi lántakinn strax hvort hann réði við afborganir. Enginn óútfylltur verðbótavíxill, geymdur til að borga á elliárum. Framboð og eftirspurn næðu jafnvægi eftir tiltölulega skamman tíma með lækkandi vöxtum og verðbólgu. Það vita allir nema hagfræðingarnir í Seðlabankanum að í vísitöluþjóðfélaginu hér er vaxtahækkun bara ávísun á hærra vöruverð og aukna þenslu. Þvert ofan í markmiðið. Í framhaldinu þarf svo að taka algerlega í gegn einn stærsta þjófnað íslandssögunnar, sem fer fram í gegn um lífeyrissjóðina. Gylfi og félagar ættu að huga að þeim málum. En miðað við úrslitin hjá þeim um verðtrygginguna er víst ekki mikils gáfulegs að vænta úr þessum herbúðum.
![]() |
Óttast aðra kollsteypu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2012 | 22:52
Illa ígrunduð umræða
Ófögur framtíðarsýn ef við skoðum málið nánar. Tökum t.d. hvernig þetta liti út á Suðurlandinu í einni algengri dagleið hópferðabíls: Hlið við Seljalandsfoss, Þorvaldseyri, Skógafoss, Sólheimajökul, Dyrhólaey, Reynisfjöru, Víkurfjöru, Hjörleifshöfða, Fjaðrárgljúfur, Kirkjugólfið á Klaustri, Dverghamra, Núpstað og endum við Svartafoss í Skaftafelli. Auðvitað yrði líka að rukka íslenskar fjölskyldur sem vildu fara og skoða náttúruperlurnar í landinu sínu. Eitt yrði yfir alla að ganga. Ferðaþjónustan skilar það miklum tekjum til ríkisins að það er ekki nema sjálfsagt að leggja svolítið brot af því til þess að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir á þeim stöðum sem eru að láta á sjá. Bara láta heimamenn á hverjum stað um framkvæmdina. Ekki einhverja sérfræðinga í 101 Reykjavík sem alltaf hafa lag á því að gera einfalt mál flókið og óheyrilega dýrt.
![]() |
Nauðsynlegt að hefja gjaldtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2012 | 21:08
Loksins
Frábært framtak hjá þeim Skagamönnum. Verðtryggingin hefur verið versti óvinur íslenskra heimila og fyrirtækja síðan hún var sett á. Þetta er eins og seigdrepandi sjúkdómur sem er bærilegur í byrjun en herðir svo tökin þangað til að hann gerir út af við fórnarlambið. Svikamylla sem sjálfvirkt viðheldur hækkunum og þar með verðbólgu og vísitölum. Ef lánveitandinn segði strax hvað hann teldi sig þurfa í vexti gæti lántakinn metið það hvort hann gæti staðið undir greiðslunum. Í mörgum tilfellum sæi fólk að það væri óviðráðanlegt dæmi, hætti við lántökuna og framkvæmdina eða kaupin sem lánið væri ætlað í. Þetta myndi minnka eftirspurn eftir lánsfé og draga úr þenslu og þegar fram í sækti lækka vexti.
![]() |
Ætlar í mál vegna verðtryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2012 | 08:08
Umhugsunarefni
Hvers vegna eru allar ,,veiða sleppa" árnar hörmung á meðan að hafbeitarárnar blómstra? Umhugsunarefni?
![]() |
Þetta verður ekkert metsumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2012 | 10:09
Þvera hvað?
Var hann ekki bara að vaða kvíslina? Þetta orðskrípi ,,ÞVERA" hefur verið notað þegar verið er að leggja vegi eð byggja brýr yfir firði og ár en ef að nú á að fara að nota það í staðinn fyrir orðið ,,vaða" finnst mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn.
![]() |
Féll í Þjórsárkvíslar á göngu yfir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2012 | 08:37
Kann að vera
En eins og ég hef marg oft bent á í þessari umræðu á þessi fækkun lundans og kríunnar hér við suðurströndina sér miklu lengri aðdraganda en menn virðast átta sig á. Ég hef fylgst grannt með þessum fuglastofnum hér í Vík s.l. 35 ár og get fullyrt að það var farið að bera á minna æti fyrir þá, og þar með fækkun, fyrir 15-20 árum síðan.
![]() |
Rauðáta í makrílskjaft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2012 | 13:30
Íslenska leiðin
Samkvæmt biblíu íslenskra bissnessmanna anno 2007: Ryksuga alla peninga handa sjálfum sér út úr fyrirtækinu. Skilja svo hamsana og skuldirnar eftir handa almenningi. Og kenna svo öðrum um.
![]() |
Vinnslustöðin ver arðgreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2012 | 09:32
Svikamylla
Hvenær ætla menn að skilja það að allar kostnaðarhækkanir, hverju nafni sem þær nefnast fara út í verðlagið og valda verðhækkunum. Þess vegna eru vaxtahækkanir eins og olía á eld. Hafa menn ekkert lært af reynslunni fyrir hrun.
![]() |
Stýrivextir hækka um 0,5 prósentur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2012 | 07:48
Að svipta fólk lífsviðurværinu
,, að svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu og gera milljarðafjárfestingar verðlausar, sagði Gunnlaugur.
Er það ekki nákvæmlega það sem kvótakerfið hefur verið að gera allt í kringum landið á undanförnum árum. Og hvers vegna hafa þessir menn ekki fyrir löngu keypt sér nýtt skip ef þetta kerfi er eins gott og þeir segja.
![]() |
Nýjasta skipið selt úr landi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2012 | 08:43
Ótrúlegt ....
Hvað hægt er að gera einfalda hluti að rándýrum vandamálum, þegar sérfræðingar og arkitektar leggjast á eitt.
![]() |
Ný brú yfir Almannagjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |