Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eins gott að hann hafi þá eitthvað að éta.

Enn skal friða þó ætið sé alltaf að minnka, sem sést gleggst á hörmulegri afkomu þeirra fugla sem keppa við fiskinn um æti.  Makríllinn hefur svo líka bæst í hópinn til að slást um þessi fáu (sand)síli sem enn eru tórandi og ekki þarf að tala um loðnuna sem nánast er búið að útrýma.


mbl.is 160 þúsund tonn af þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rétt að þetta sé bara bundið við Eyjarnar.

Lundinn í Dyrhólaey og Reynisfjalli er alveg í sömu vandræðunum.  Og þetta vandamál nær lengra aftur en menn grunar. Líklega má segja að fækkun á lundanum í Mýrdalnum hafi haldist í hendur við hinar gríðarlegu loðnuveiðar, sem nánast hafa nú útrýmt þeim stofni sem gengur suður fyrir landið. Þegar loðnan hverfur, leitar fiskurinn í nærtækasta fæðið, sem er sandsílið og étur það upp til agna. Þessu eru ótal margir fyrrverandi sjómenn sammála og benda einnig á afleit áhrif sem snurvoðin hefur á botninn og þar með sandsílið.  Sama sagan er með kríuna í Vík, henni fækkar stöðugt  og hjá henni er sandsílaskorturinn mjög áberandi  þegar  krían sést sárasjaldan með síli.

 


mbl.is Lundastofn að hrynja í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotveiðimenn ekki kátir?

Skotveiðimenn voru mjög fylgjandi því að sem mest af afréttum landsins yrði teknir af bændum og gert að þjóðlendum. Héldu að þá gætu þeir farið um hálendið og skotið hvar sem væri án allra leyfa. Kannski fer nú að renna upp fyrir þeim sú staðreynd, sem reyndar blasti við allan tímann, að sú framtíðarsýn var eins og aðrir draumar sem ekki rætast.


mbl.is Athugasemdir skipta hundruðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama sagan

Sama sagan eins og með loðnuna.  Búið að rústa stofninum á örfáum árum með ofveiði. Jafnvel skipstjórarnir sem stunda þessar veiðar viðurkenna það.  Ætla menn aldrei að læra af reynslunni.


mbl.is Saxast á kvótann í kolmunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forsetinn spegill þjóðarinnar?

Í mínum huga er hann fyrst og fremst alhyglissjúklingur og lýðskrumari eins og hann hefur verið alla tíð og allir vita sem þekkja hans pólitíska feril.  Ekki veit ég til að hann hafi fengið hrós hjá svo ýkja mörgum fyrir þjónkun sína við útrásardólgana.  Samkvæmt frétt frá Iceland Travel hefur sú ferðaskrifstofa fengið 20% afbókanir í apríl og maí og oftast er vitnað til eldgossins og orða forsetans.  Ekki held ég að þjóðarbúið sé svo vel statt eftir hrunið að við höfum efni á að fæla frá okkur erlenda ferðamenn og gjaldeyrinn sem þeir færa okkur. En ef marka má það sem sumir bloggarar skrifa hér sýnist mér að partur þjóðarinnar sé enn á þeirri skoðun að við getum lifað hér á því að klippa hver annan, eins og oft var sagt hér áður fyrr um þá sem ekki skilja að við þurfum að afla tekna til að geta lifað í landinu.
mbl.is Ögmundur kemur forsetanum til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sei, sei.

Þetta kallast að klóra yfir skítinn sinn
mbl.is Vona að við sjáum betri tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur greinilega ekkert lært.

Er þessi maður ekki búinn að valda okkur nógu tjóni með blaðrinu í sér þó hann taki ekki þátt í því að eyðileggja ferðaþjónusuna, sem við þurfum þó svo sárlega á að halda núna. Á sama tíma og frekar þyrfti að slá á  þessa sífelldu umræðu um að Kötlugos fylgi væntanlega í kjölfarið er þessu slengt fram á mjög viðkvæmu augnabliki. Jarðvísindamenn og fjölmiðlafólk hafa líka farið offari í þessu. Margir erlendar fréttastofur slá þessu orðið föstu og það eitt og sér getur skaðað ferðaþjónustuna enn meira en orðið er. Staðreyndin er nefninlega sú að sannanlega hefur þetta bara gerst einu sinni 1821-23.  Frásagnir af hinum gosunum eru mjög óljósar og hægt að túlka þær á fleiri en einn veg. Komi Katla eru allir sem þar munu koma að málum vel undir búnir. Aðrir ættu að að sjá sóma sinn í því að gæta tungu sinnar, ekki síst vísindamenn og framámenn þjóðarinnar.
mbl.is Gosið nú lítið annað en æfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

En það þyrfti líka að slá á þessa sífelldu umræðu um að Kötlugos fylgi væntanlega í kjölfarið. Jarðvísindamenn og fjölmiðlafólk hefur farið offari í því tali. Margir erlendar fréttastofur slá þessu orðið föstu og það eitt og sér getur gert tjón ferðaþjónustunnar hér enn meira en orðið er. Staðreyndin er nefninlega sú að sannanlega hefur þetta bara gerst einu sinni 1821-23.  Frásagnir af hinum gosunum eru mjög óljósar og hægt að túlka þær á ýmsa vegu.  Menn ættu ekki að gera hlutina verri en efni standa til.
mbl.is Umfjöllun fjölmiðla í meira jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært að opna.

Vonandi verður opnað fyrir alla umferð á morgun. Það  má ekki loka af heilan landsfjórðung lengur en brýna nauðsyn ber til. Landsfjórðung, sem hefur engar aðrar samgöngur en þjóðveginn. Nógur er samt skaðinn og óþægindin sem fólkið á þessu svæði hefur mátt þola. Enda alltaf hægt að setja á skyndilokanir ef þurfa þykir.


mbl.is Stefnt að því að opna veginn við Markarfljót í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarlaust tal

Það er ótrúlegt þetta sífellda tal jarðvísindamanna um Kötlugos í framhaldi af núverandi gosi. Þó þetta hafi sannanlega gerst einu sinni er ekkert sem segir að það þurfi að gerast aftur. Erlendir fjölmiðlar eru margir farnir að fjalla um þetta sem heilagan sannleik og í framhaldi af þeim vandræðum sem þetta er að valda okkur og öðrum nú er þetta eingöngu til þess fallið að valda fólki ótta og mörgum tjóni. Hvað tilgangi þjóna svona spádómar? Katla kemur þegar hennar tími er kominn og þá verður bara að takast á við það. Ég held fjölmiðlafólk og álitsgjafar þeirra þurfi að passa á sér munninn. Þeirra ábyrgð er mikil.
mbl.is Eldgosið í rénun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband