Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stórhuga menn

Og hvaða fisk á svo að veiða til að gefa öllum þessum eldisfiskum að éta?
mbl.is Fiskeldi upp í miðjar fjallshlíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

25% !?!?!?

Þessir menn virðast ekki skynja að 2007 ástandið er liðið. Þar sem þetta er nú, að mér skilst, enginn láglaunahópur,  er það ótrúleg óskammfeilni að fara fram á 25% launahækkun í því ástandi sem nú ríkir.  Þeir ætla greinilega ekki að taka á sig neinar byrðar í endurreisninni.
mbl.is Flugvirkjadeilan er óleyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir - en,

Vonandi hafa  þeir sem þessum málum stjórna þá vit á að friða það litla sem eftir er af loðnustofninum svo að þessi sterki árgangur megi vaxa og dafna í stað þess að drepast úr hungri.
mbl.is Gríðarsterkur þorskárgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna sést hvað koma skal á þjóðlendunum.

Þjóðlenduólögin eru að nokkru til komin út af byssudólgum sem töldu að vondir jarðaeigendur hafi þvælst fyrir þeim í því að vaða yfir allt án nokkurs tillits til þeirra sem hlunnindin eiga. Kenningar þeirra og annarra, sem hafa predikað það,  að með því að taka jarðeignir bænda og gera þær að þjóðlendu  og ,,tryggi þar með landsmönnum ótakmarkaðann umgengisrétt á þeim svæðum"  eru kannski að sjást í framkvæmd núna.   Halda þessir menn virkilega að svona framkoma verði liðin af ríkisins hálfu þegar það hefur náð undir sig meginhluta allra heiðarlanda og afrétta.  Nei þá verða nefndir á nefndir ofan og málið öllu snúnara en að sækja leyfi til einhvers bóndans.


mbl.is Óhófleg framganga veiðimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður okkar Mýrdælinga.

Til hamingju Jónas með verðskuldaða viðurkenningu.
mbl.is Fréttaritarar verðlaunaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já eru þeir uggandi, vinir okkar!

Það mætti halda að þeim væri það mikið kappsmál þarna úti í Evrópu að fá okkur snillingana inn til sín.  Ef það er svo,  væri það nú bara til að komast í þær auðlindir, sem enn er ekki búið að veðsetja útlendingum. Að því frátöldu held ég að þeir hafi ekki miklar áhyggjur þó íslenska þjóðin sé eitthvað að þumbast við.
mbl.is Ekki var við ugg í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík snilligáfa

Ekki undarlegt þó þessar mannvitsbrekkur tali um breytta hegðun og óvissu í útbreiðslu loðnunnar. Þeir eru nánast búnir að drepa hana alla.  W00t


mbl.is Vilja veiða loðnu og meiri þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostleg tækifæri

Hvað eru Norðmenn að hugsa að virkja ekki þessa fossa og setja svo upp eins og tvö, þrjú álver til að nýta orkuna. W00t  
mbl.is Norsku firðirnir besti áfangastaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna

Það er góður eiginleiki að vera fljótur að gleyma og fyrirgefa.  Kannski hefur sjálfstæðisfólk þennan eiginleika í ríkara mæli en aðrir. Það grátbroslegasta er þó,  að aðallega virðist fylgisaukning flokksins koma frá búsáhaldabyltingarfólkinu, sem nú hefur yfirgefið Borgarahreyfinguna/Hreyfinguna.  Minnir nú samt að sumir sjálfstæðismenn hafi ekki vandað þessum ,,lýð" kveðjurnar í fyrravetur.
mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta ættu fleiri að gera.

Ég hef aldrei skilið af hverju umhverfissinnar berjast ekki meira í því að banna allar þessar plastumbúðir, sem sennilega eru stórhættulegar heilsu manna. Hvernig var farið að áður en allar þessar einnota umbúðir komu til sögunnar? Það er  vel hægt að lifa án þeirra.   Eins hef ég oft undrast hvað allskonar smáhlutum er pakkað rammlega inn í svellþykkt plast. Keypti um daginn eitt minniskort í myndavél. Það var ekki nóg að kortið var í litlum opnanlegum plaststokk, heldur var risastórt spjald þar utan um, að því er virtist helst til að hægt væri að hengja gripinn upp í versluninni.  Það lá við að þyrfti keðjusög til að brjótast inn í herlegheitin. Umbúðir eru nauðsynlegar en  þarna er klárlega í gangi ofboðsleg sóun.
mbl.is Vatn á flöskum bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband